Rįšherrarnir fyrstir til aš brjóta lögin um einkavęšinguna!

Žaš er virkilega forvitnilegt aš rżna ofan ķ samantekt Rannsóknarskżrslunnar į einkavęšingarferli bankanna, einkum Landsbanka og Bśnašarbanka, en žaš veršur aš višurkennast aš žaš er ekki sķšur dapurlegt.

Eins og fólk rekur e.t.v. minni til voru samžykkt lög frį Alžingi um stofnun hlutafélaga um žessa banka voriš 1997. Mig langar sérstaklega til aš vekja athygli į eftirfarandi:

IV. KAFLI
Rķkisįbyrgš į innlįnum og lįntökum.

13. gr.


Žaš sem mér žykir sérstaklega athyglisvert viš žessa lagagrein er žaš aš mér sżnist aš žaš megi tślka hana bęši śt og sušur. En žaš er ekkert nżtt žegar ķslensk lög eru annars vegar, žvķ mišur. Žaš er heldur ekkert nżtt aš žó lagaįkvęšin séu skżr žį eru žau gjarnan tślkuš rśmt.

Žetta į t.d. um 42. grein laga um fjįrmįlafyrirtęki (Sjį hér). Greinin er skżr en žaš er ljóst aš nefndirnar, sem var komiš į laggirnar til aš annast žetta ferli, auk ašrir hlutašeigandi, s.s. Fjįrmįlaeftirlitiš og stjórnvöld, fóru lķtiš eftir žeim lagarömmum sem voru settir utan um einkavęšingarferliš. Žetta kemur skżrt fram ķ Skżrslunni žar sem segir m.a. um žetta ferli:

Frįsagnir žeirra sem komu aš einkavęšingunni sżna hvernig ķtrekaš var fariš į svig viš vandaša starfshętti. Skżrum verklagsreglum er ętlaš aš tryggja vönduš vinnubrögš, gegnsętt ferli og aga žį sem taka žįtt ķ ferlinu. Žęr gera žó lķtiš gagn nema eftir žeim sé fariš. Žrįtt yfir yfirlżstan vilja ķ upphafi til aš vanda til verka viš einkavęšinguna voru žęr reglur sem Alžingi setti um einkavęšinguna opnar og gįfu stjórnvöldum möguleika į aš haga mįlum eftir eigin höfši. Afleišingarnar voru žęr aš ferliš var ekki gegnsętt sem hefur gefiš tilefni til tortryggni og grunsemda um aš mikilvęgum upplżsingum hafi veriš leynt eša pólitķsk sjónarmiš hafi rįšiš feršinni. (8. bd.  bls. 21(leturbreytingar eru mķnar))

 lands_jpg_620x1200_q95.jpgbun.jpg

Einkavęšing Landsbankans og Bśnašarbankans gengu ķ gegn įriš 2003 aš žvķ er viršist undir öflugri handstżringu Davķšs Oddssonar og Halldórs Įsgrķmssonar enda kosningar ķ nįnd. Žaš skķn ķ gegn um allt žetta einkavęšingarferli aš žaš hafi frekar veriš unniš af kappi en hyggjuviti og forsjį. Viss atriši benda lķka hreinlega til žess aš framangreindar skonnortur hinna pólitķsku sjóa žessa tķma hafi hreinlega komiš sķnum bankanum hvor ķ krumlurnar į stjórnmįlalegum jįbręšrum sķnum.

Ķ atganginum brjóta žeir ekki ašeins vafasömum einstaklingum leiš inn ķ tvo stęrstu bankana heldur brjóta žeir nżsamžykkt lög um fjįrmįlafyrirtęki og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Lķtum fyrst į lögbrotiš sķšan lagagreinina: 

  • Rķkisstjórnin semur viš Samson eignarhaldsfélag ehf. 18. október 2002 um kaup į Landsbankanum en undirritun kaupsamningsins fór fram viš hįtķšlega athöfn ķ Žjóšmenningarhśsinu į gamlįrsdag žaš sama įr. Skżrsla Fjįrmįlaeftirlitsins um Samson hópinn er hins vegar ekki dagsett fyrr en 3. febrśar 2003. (sbr. 8. bd. Rannsóknarskżrslunnar bls. 22)
  • Samkomulagiš viš S-hópinn um kaup į Bśnašarbankanum var undirritaš 16. janśar 2003 en mat Fjįrmįlaeftirlitsins į hópnum ekki fyrr en 17. mars 2003. (sbr. 8. bd. bls. 26)

Žetta stangast fullkomlega į viš lög um fjįrmįlafyrirtęki sem voru samžykkt į Alžingi 20. desember 2002. Žar segir ķ 42. gr. um mat į hęfi umsękjanda: „Fjįrmįlaeftirlitiš leggur mat į hvort umsękjandi sé hęfur til aš eiga eignarhlutinn meš tilliti til heilbrigšs og trausts reksturs fjįrmįlafyrirtękis.“ (Sjį hér) Mišaš viš dagsetningarnar hér aš ofan žį er ljóst aš žįverandi rķkisstjórn gaf Fjįrmįlaeftirlitinu ekkert svigrśm til aš vinna į grundvelli nżsamžykktra laga. Žaš fer heldur varla nokkuš į milli mįla aš meš undirritun samnings viš žessa hópa žį brżtur rķkisstjórnin gegn žessum lögum.

Hér aš nešan er yfirlit yfir žį žętti sem į aš hafa til višmišunar viš mat į hęfi umsękjanda skv. 42. gr. laga um fjįrmįlafyrirtęki meš samanburši į žvķ hvernig Samson- og S-hópurinn uppfylla skilyršin. Ég vek athygli į žvķ aš lögin mį nįlgast hér en auk žess mį finna žessa grein į bls. 21. ķ 8. bd. Samantektina į žvķ hvernig kaupendur Landsbankans og Bśnašarbankans uppfylla skilyršin, sem žar eru sett fram, er aš finna į bls. 22-30 ķ 8. bindi Rannsóknarskżrslunnar.

Mat į hęfi umsękjanda

skv. 42. gr. laga nr. 161/2002

Landsbankinn

Samson-hópurinn

Bśnašarbankinn

S-hópurinn

Viš mat į hęfi umsękjanda skal m.a. höfš hlišsjón af eftirfarandi:

1. Fjįrhagsstöšu

Eingöngu yfirlżsing um fjįrhagsstöšu žar sem kom fram aš hlutfall eigin fjįrs yrši um 30%

Fengu 2/3 af kaupveršinu aš lįni hjį Landsbankanum

Afar óljósar upplżsingar

Landsbankinn lįnaši fyrir stórum hluta kaupveršsins

2. Žekkingu og reynslu

Enginn śr hópi Samsonar hafši reynslu af rekstri fjįrmįlafyrirtękja

Enginn ķ hópnum hafši reynslu af alžjóšlegri bankastarfsemi

3. Hvort eignarhald hans skapar hęttu į hagsmuna-įrekstrum į fjįrmįlamarkaši

Eins og sķšar kom ķ ljós uršu žau umtalsverš

Hagsmunaįrekstrar voru fyrir hendi frį upphafi žar sem VĶS įtti tvöfalda aškomu aš tilbošinu (sjį bls. 28 ķ 8. bd.)

4. Stęrš žess hlutar eša atkvęšisréttur sem umsękjandi hyggst fjįrfesta ķ

Eignušust nįnast helminginn ķ bankanum => full yfirrįš yfir starfsemi hans

Eignušust nįnast helminginn ķ bankanum(45%) => full yfirrįš yfir starfsemi hans

5. Hvort ętla megi aš eignarhald umsękjanda muni torvelda eftirlit meš hlutašeigandi fjįrmįla-fyrirtęki. Viš mat į žvķ skal m.a. horft til fyrri samskipta umsękjanda viš Fjįrmįlaeftirlitiš og önnur stjórnvöld.

Hafskipsmįliš

Alltaf veriš eitthvaš lošiš ķ sambandi viš žaš hver/hverjir eignušust bankann. (Sjį bls. 28 og 29 ķ 8. bd)

6. Hvort umsękjandi hafi gefiš Fjįrmįlaeftirlitinu umbešnar upplżsingar įsamt fylgigögnum og hvort žęr hafi reynst réttar

Skżrsla Fjįrmįlaeftirlitsins var gefin śt žremur og hįlfum mįnuši eftir aš rķkisstjórnin undirritaši samning viš hópinn

Skżrsla Fjįrmįlaeftirlitsins var gefin śt tveimur mįnušum eftir aš rķkisstjórnin undirritaši samning viš hópinn

7. Refsingum sem umsękjandi hefur veriš dęmdur til aš sęta og hvort hann sęti rannsókn

Hafskipsmįliš og žrįlįtur oršrómur um tengsl fešganna viš rśssnesku mafķuna

 


Žaš er nöturleg stašreynd aš žeir sem eignušust fjįrmįlafyrirtękin: Landsbanka, Bśnašarbanka, Kaupžing, Glitni og Fjįrfestingabanka atvinnulķfsins voru ķslenskir kaupsżslumenn meš litla reynslu og žekkingu af alžjóšlegri fjįrmįlastarfsemi. Nżju eigendurnir „įttu ekki ašeins stóran hlut ķ bönkunum heldur nįnast helming žeirra sem ķ reynd žżddi fullkomin yfirrįš yfir starfseminni. Aš auki įttu eigendurnir eftir aš verša fyrirferšarmiklir ķ ķslensku atvinnulķfi og beita bönkunum óspart ķ eigin fjįrmįlagjörningum.“ (8. bd. bls. 31 (leturbreytingar eru mķnar)

                                                                                                                                        RS


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Lķsa Björk Ingólfsdóttir

Žetta er ömurleg og nöturleg lesning. Ég tala nś ekki um žegar horft er til žess aš nśverandi rķkisstjórn hefur lķtiš gert annaš en aš styšja frekar viš bakiš į žessum fjįrmįlastofnunum mešan hundrušir fjölskyldna verša vęntanlega bornar śt śr hśsnęšum sķnum vegna žessa į nęstu mįnušum - žar sem rķkisstjórn lofaši aš ekki yršu frekari hömlur į žvķ eftir 1. október skv. yfirlżsingu til IMF.

Lķsa Björk Ingólfsdóttir, 2.9.2010 kl. 09:15

2 Smįmynd: Sigžrśšur Žorfinnsdóttir

Žaš er lķka alveg ótrślegt aš lesa stašlašar matsyfirlżsingar Fjįrmįlaeftirlitsins į hęfi nżju eigendanna. Ekki var fariš eftir reglum žar og ljóst aš Fjįrmįlaeftirlitiš brįst žar skyldum sķnum.

Sigžrśšur Žorfinnsdóttir, 2.9.2010 kl. 10:33

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nżjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband