Bráðnauðsynlegt uppgjör!

Sú sem fer dansandi fingrum um lyklaborðið í þessari færslu þykir það vel við hæfi að nota vettvang rannsóknarskýrslubloggsins til að vekja athyli á viðburði sem Alþingi götunnar stendur fyrir klukkan hálf eitt á morgun.

Þar verður Atli Gíslason heiðraður fyrir utan alþingishúsið fyrir störf sín sem formaður þingmannanefndarinnar um niðurstöður Rannsóknarskýrslunnar. Af þessu tilefni verður eftirfarandi ræða flutt:

Kæri kollegi, Atli Gíslason.


Við erum hér samankomin til að veita þér heiðursmedalíu Alþingis götunnar. Við þingmenn, og þjóðin öll, bindum miklar vonir við störf þín í þingmannanefnd um setningu Landsdóms.

Hér á Íslandi hafa orðið þau ósköp að fjármagnskerfið hefur hrunið með þeim afleiðingum að um þriðjungur heimila eru gjaldþrota og enn fleiri á leið í gjaldþrot. Engar aðrar eins hörmungar hafa gengið yfir þessa þjóð á síðari tímum. 

Þjóðin á því rétt á því að það sé fjallað um ábyrgð ráðherra í þessu hruni.

Störf þín sem formaður nefndarinnar er það mikilvægasta sem er að gerast í samfélaginu þessa dagana. 
Okkur er það öllum ljóst, að fái þjóðin ekki umræðu á réttum vettvangi um ábyrgð ráðherra fyrri stjórnar þá verður sá siðferðisbrestur í samfélaginu sem ekki verður bættur í bráð.



Séu fyrrverandi ráðherrar saklausir þá mun það koma fram og nafn þeirra verður hreinsað. Hins vegar ef það kemur í ljós fyrir Landsdómi að æðstu handhafar framkvæmdavaldsins hafi brugðist skyldum sínum þá verður að taka á því eins og lög kveða á um. Öll þurfum við að bera ábyrgð á daglegum störfum okkar þar skal enginn verða undanskilinn.



Atli Gíslason, - það eru miklar vonir bundnar við störf þín. Á meðan heimilin falla hvert af öðru krefst þjóðin þess að það sé rætt hvernig þetta gat gerst. Landsdómur verður að komast á. Landsdómur er sá vettvangur þar sem ber að ræða og taka á stjórnmálalegri ábyrgð æðstu ráðamanna. 
Í húfi er traust almennings á að hér sé í reynd lýðræði.



Fyrir störf þín, sem formaður þingmannanefndar um Landsdóm, sæmum við alþingismenn götunnar, þig kollega okkar á Alþingi Íslands, heiðursmedalíu búsáhaldabyltingarinnar. 
Megi þessi viðurkenning hvetja þig og fleiri góða þingmenn til dáða í störfum ykkur fyrir þjóðina.

Þjóðin þarf á því að halda.

 Kærar þakkir. (Sjá hér)


mbl.is Meirihluti vill ákæra ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband