Ljóst strax 1992 að Ísland yrði aldrei góð fjármálamiðstöð (8. bindi)

Einkavæðing ríkisfyrirtækja hófst í undirbúningi árið 1990 en einkavæðingin sjálf hófst 1997. Fyrir einkavæðinguna voru glögg skil á milli viðskiptabanka og fjárfestingabanka. Viðskiptabankar sjá um almenna viðskiptavini bæði hvað varðar innlán og útlán ásamt því að vera stoð í atvinnulífinu.  Bankinn er fjárvörsluaðili sem á að hafa hag viðskiptavina í fyrirrúmi. Fjárfestingarbankar hafa hinsvegar það hlutverk að þjóna viðskiptalífinu og stórum fjárfestum. Tekjur þeirra skila sér í formi þóknana fyrir slíka þjónustu. Eftir einkavæðinguna fór fjárfestingabankastarfsemi gömlu viðskiptabankanna að verða æ fyrirferðarmeiri og fjárfestingabankahlutinn ráðandi.

Strax 1991 voru erlendir sérfræðingar á vegum KPMG fengnir til að vinna skýrslu um möguleika Íslands á sviði fjármálaþjónustu. Niðurstaðan var skýr: Ísland var ekki heppilegur kostur fyrir fjármálafrísvæði. Tiltekin voru atriði í skýrslunni sem lutu að íslensku samfélagi og rætt um vantrú ýmissa aðila á íslensku stjórnkerfi. Hér á landi væri ekki hefð fyrir að veita þjónustu á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og ekki mikill áhugi til að umbylta því kerfi sem fyrir var. Skýrsluhöfundar greindu að viðhorf til Íslands erlendis væri óljóst og kostnaðarsamt yrði að bæta orðspor og ýmind landsins á þessum tíma. Eftirlitið með bönkunum var þá talið gott en ekki talið að það hefði reynslu eða þekkingu á þeim þáttum fjármálastarfsemi sem tíðkaðist í sambandi við alþjóðlega fjármálamiðstöð.  Íslendingar væru ekki hliðhollir bankaleynd en hún væri forsenda þess að alþjóðleg fjármálamiðstöð gæti þrifist. Í raun var okkur sagt að óþarft væri fyrir okkur að skoða þennan möguleika frekar.

En hvað svo.

Margir vildu ennþá halda í drauminn um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð og um aldamótin skrifað Hannes Hólmstein Gissurarson bókina Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi. Þar segir hann að það eigi að vera okkur metnaðarmál að fara fram úr Lúxemburg, Bandaríkjunum, Sviss og  Noregi hvað lífskjör varðar - en við vorum þá í 5. sæti á þessum lista.

Málefnið var svo tekið á dagskrá af stjórnvöldum árið 2005 og nefnd skipuð til að reifa tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi gæti skapað hér á landi og meta hvort gera ætti úrbætur á löggjöfinni til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi. Styrkleiki taldis hve lífeyrissjóðirnir voru sterkir og tækifæri lægju í eignaumsýslu og sjóðastjórn.

Ríkisstjórnin sem tók síðan við 2007 hafði á stefnuskrá sinni að halda í íslensk fjármálafyrirtæki og búa þeim gott umhverfi. "Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á undanförnum árum felst m.a. aukið vægi ýmisskonar alþjóðlegrar þjónustustarfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi"

Engu að síður voru evrópskir fjármagnsmarkaðir farnir að loka á fjármögnun íslenskra fyrirtækja vorið 2006 vegna neikvæðrar umræðu og ímynd okkar var alls ekki sú besta.

Að vísu er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni að útgangspunkturinn hafi ekki verið stækkun heldur fremur aukin virðisaukandi þjónusta í landinu s.s. ráðgjafar, endurskoðendur, lögfræðingar og annað slíkt. Hvað sem satt er í því þá er ljóst að fjármálastarfsemin hefur ekki skilið það á þennan hátt.

Spurning greinarritara er því sú - hefði ekki verið betra að skoða þá skýrslu sem búið var að gera um stöðu Íslands sem fjármálamiðstöð áður en allt var sett á fullt og öllu steypt um koll? Afhverju studdi ríkisstjórnin 2007 frekari útrás fjármálaþjónustu þrátt fyrir viðbrögð fjármagnsmarkaða í evrópu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 599

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband