Fyrsti fundur Leshóps um Rannsóknarskýrslu Alþingis

Þriðjudaginn 24. ágúst var haldinn fyrsti fundur leshópsins.

Markmið hópsins er að lesa saman Rannsóknarskýrsluna og ræða um hana bæði innan hópsins og á opinberum vettvangi.

Tekin var sú ákvörðun að opna sérstaka bloggsíðu þar sem leshópur gæti sett inn áhugaverð atriði úr skýrslunni og aðilar utan hóps gætu tekið þátt í umræðum og sett fram ábendingar.

Leshópinn skipa nú í upphafi:

Lísa (8,5,9)

Margrét Tryggvadóttir (8,5)

Daði (8,7)

Sigrún (8,4)

Birgitta Jónsdóttir (8,5)

Baldvin B (8,2,1)

Rakel (8,7)

Ásta Hafberg (2,3)

Helga Garðarsdóttir (3,4)

Hrafn H Malmquist (2,6)

Katrín (8)

Jóna Kolbrún (4)

Guðmundur Ásgeirsson (1,6,9)

Veiga (3)

Sigþrúður Þorfinnsdóttir (8,5,1)

Leshópurinn er öllum opinn og hægt er að hafa samband við Lísu B. Ingólfsdóttur lbi3@hi.is

Góðar stundir


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úr 4. bindinu. ->  

Hækkun vísitölunnar mátti að talsverðu leyti rekja beint eða óbeint til

hækkunar á hlutabréfaverði bankanna. Samanlagt vægi Kaupþings, Landsbankans

og Glitnis í Úrvalsvísitölunni hafði í upphafi árs 2004 verið um 42%

en það jókst nær samfellt á tímabilinu þar til það var orðið um 72% um mitt

ár 2008. Séu önnur fyrirtæki í fjármálaþjónustu tekin með breyttist hlutfallið

frá tæplega 47% í ársbyrjun 2004 í rúmlega 88% um mitt ár 2008.22

Samanburður á verðhreyfingum fyrirtækja í fjármálaþjónustu á Íslandi og

á Norðurlöndunum almennt sýnir svipaða mynd sem sjá má með því að bera

saman þróun vísitölu fjármálafyrirtækja á Íslandi (OMX Iceland Financials

vísitöluna) og vísitölu fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum
23 (OMX Nordic

Financials vísitöluna). Sá samanburður nær aftur til ársbyrjunar 2005 þegar

útreikningur á OMX Iceland Financials vísitölunni hófst en frá þeim tíma og

til 18. júlí 2007 þegar hlutabréfaverð stóð í hæstu hæðum hækkaði íslenska

fjármálavísitalan um 183% á meðan sú norræna hækkaði um 66%.

Þetta tímabil einkenndist einnig af ákveðinni samþjöppun og fækkun

fyrirtækja á markaði, samhliða hækkun á markaðsvirði og aukinni veltu. Á

myndinni hér að neðan má sjá fjölda félaga og heildarveltu á hlutabréfamarkaðnum.

Eins og sjá má fækkaði félögum nokkuð ört frá upphafi árs 2004 og

fram á mitt ár 2006 en fjöldinn hélst svo nokkuð stöðugur til loka tímabilsins

þó nokkur fækkun hafi orðið á síðustu mánuðum þess. Þrátt fyrir miklar

sveiflur í veltu jókst hún að jafnaði talsvert þegar leið á tímabilið og náði

hámarki um svipað leyti og markaðsvirði fyrirtækja var hvað mest enda var

þá virði þeirra hluta sem skiptu um hendur í hámarki. Mesta veltan var svo í

júlí 2007 og nam þá 529 milljörðum kr. en talsverðan hluta þeirrar upphæðar

má rekja til þess að gengið var frá viðskiptum vegna yfirtöku á Actavis Group

hf. Þann mánuðinn nam velta með hlutabréf Actavis um 300 milljörðum, þar

af um 280 milljörðum í einum viðskiptum. Actavis var í kjölfarið tekið úr

viðskiptum.

Þetta 4. bindi er ekki fyrir vengjulegt fólk að lesa, ég er ekki nógu vel menntuð til þess að skilja þetta. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo þetta "

Í lok árs 2007 var markaðsvirði hlutabréfa í viðskiptum í Kauphöllinni

orðið um 204% af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar má nefna að á

sama tíma var það hlutfall um 144% fyrir Bandaríkin, 140% fyrir Bretland

og á bilinu 83–144% fyrir hin Norðurlöndin."

Samt voru matsfyrirtækin að lofa Ísland og útrásina þá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2010 kl. 01:25

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta sýnir einfaldlega fram á það sem fjallað er um í 8. bindinu, að bankarnir hækkuðu verð eigin hlutabréfa með endalausri sölu á hlutabréfum á milli fyrirtækja í eigu stjórnenda og var hún fjármögnuð með lánum til viðkomandi aðila. Engin veð önnur en hlutabréfin sjálf stóðu þarna að baki. Fjármálaeftirlitið fylgdist ekki nógu grannt með og stjórnendur bankanna gerðu í því að fara í kringum lögin. Þessar gífurlegu tölur hefðu átt að segja sérfróðum að eitthvað væri að, enda var erlendur markaður mjög tortrygginni í garð Íslensku fjármálafyrirtækjanna strax árið 2006.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.8.2010 kl. 09:12

4 identicon

Til hamingju með síðuna :-) FRÁBÆRT framtak :-)

GretarEir (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:24

5 identicon

Glæsilegt framtak, á eftir að fylgjast spenntur með og vonandi koma með vandræðalegar spurningar ef það er eitthvað sem ég skil ekki.

Steinarr Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 571

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband