Fjármálaeftirlitið - eitt af eftirlitunum sem brást.

Fjármálaeftirlitið á að hafa eftirlit með einstökum fjármálastofnunum. Hlutverk þess er að fylgjast með því að starsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti.

Það kemur víða fram að Fjármálaeftirlitið var of fámenn stofnun og hafði ekki yfir nægri sérþekkingu að búa til að takast á við þetta yfirvaxna verkefni krosstengsla og siðferðislausra viðskiptahátta þar sem reynt var eftir fremsta megni að sniðganga lög og reglur. Bankarnir tóku slaginn við Fjármálaeftirlitið frekar en að sýna ábyrgð í starfsháttum.

Annað sem kemur fram í 8. bindi og varðar Fjármálaeftirlitið er t.d. afstaða forstjóra þess, Jónasar Fr. Jónssonar, að líta á fjármálafyrirtækin sem samherja í baráttunni gegn slæmum viðskiptaháttum. Hann lýsir því beinlínis yfir að hann hafi haft trú á því að starfshættir bankanna væru heiðarlegir. Þrátt fyrir að ítrekað hafi komið fram í vettvangsathugunum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins, að lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Þrátt fyrir það beitti Fjármálaeftirlitið ekki þeim lagalegu úrræðum sem það hafði yfir að ráða.

Strax í lok árs 2005 og byrjun 2006 voru gagnrýnisraddir á íslensku bankanna orðnar háværar erlendis. Ef vel hefði verið átti að grípa inní atburðarrásina strax á þessum tíma. En Íslensk stjórnvöld vildu halda vörð um fjármálafyrirtækin sem greiddu 1/3 af sköttum fyrirtækja landsins árið 2007. Og í stað þess að draga saman voru seglin þanin.

Ljóst er að reglum Fjármálaeftirlitsins um eignarhluti í öðrum félögum og áhætta sem skapaðis af krosseignartengslum var illa eða ekki fylgt eftir. Annað mjög afdrifaríkt dæmi um skort á harðfylgi Fjármálaeftirlitsins er að ekki var stíft farið eftir reglunni um að "áhætta vegna eins eða fleiri innbyrgðis tengdra viðskiptamanna megi ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis". Ákvæði af þessu tagi eru einmitt sett fram til að gæta ríkra almannahagsmuna sem er frumskylda opinberra eftirlitsstofnana.

Það kemur ekki á óvart að fjármálastofnanirnar hafi ávalt virst uppfylla skilirði um settar reglur og áhættuprófanir. Ef forstjóri Fjármálaeftirlitsins var þeirrar skoðunnar að innan fjármálastofnunanna færu fram heiðarleg viðskipti passar það alveg við þá skoðun skrifstofustjóra viðskiptaráðuneytisins að Fjármálaeftirlitið hafi fyrst og fremst byggt niðurstöður sínar á gögnum frá bönkunum sjálfum. Í trausti þess að þær upplýsingar væru réttar.

Allt fram á síðustu stundu voru t.d. peningamarkaðssjóðir auglýstir af bönkunum sem örugg fjárfesting. Bankarnir þurfti sparifé almennings.  En eignasamsetning sjóðanna breyttist. Skuldabréf fyrirtækja í gjörgæslu voru færð inn í sjóðina og ríkisskuldabréf seld. Grunsemdir hafa vaknað um að t.d. Landsbankinn hafi kerfisbundið notað sjóðina til að takmarka stórar áhættuskuldbindingar gagnvart einstökum skuldurum bankans. Eins tóku flest fjármálafyrirtækin yfir erlenda fjármögnun á hlutabréfum stærstu eigenda sinna í lok árs 2007 og í ársbyrjun 2008.

Eftir sem áður fá allir stóru bankarnir staðfestingu þess frá Fjármálaeftirlitinu í janúar 2008 að allt sé í stakasta lagi og í ársreikningum fyrir 2007 og jafnvel árshlutareikningum fyrir hrun 2008 standast þeir allir áhættupróf.

Rannsóknarnefnd Alþingis spurði forstjóra Fjármálaeftirlitsins hvort hann hefði haft kunningjatengsl við suma bankastjóra stóru bankanna. Jú, Jónas, Bjarni Ármannsson og Sigurjón Þ. Árnason voru saman í háskóla og í "sömu stúdentapólitík"

Þó forstjóri FME telji þetta ekki hafa veikt hann í starfi getur það vart hafa skapað þá fjarlægð sem nauðsynleg er eftirlitsstofnunum fjármálafyrirtækja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er eins og lesa um vel skipulagða mafíustarfsemi

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.8.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 569

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband