Í 8. bindi á bls. 130 greinir frá stofnun samráðshóps sem mannaður var af fulltrúum frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankanum. Þessi hópur var settur á laggirnar 21. febrúar 2006.
Um hlutverk hópsins segir:
Góð almenn umgjörð í lögum, reglum og eftirliti með starfsemifjármálafyrirtækja og markaða er grundvallarforsenda fjármálastöðugleika ogtraust og skilvirkt fjármálakerfi er mikilvæg forsenda fyrir vexti og velferðþjóðarbúsins. Aðilar samkomulagsins stuðla saman að því að þessar forsendurséu til staðar á grundvelli lögbundinna hlutverka og verkefna sinna. Þá leitastþeir við að samhæfa viðbrögð sín við hugsanlegu fjármálaáfalli. Um stöðuhópsins segir ennfremur: Samráðshópurinn er vettvangur upplýsinga- ogskoðanaskipta. Hann er ráðgefandi og tekur ekki ákvarðanir um aðgerðir.534Samráðshópurinn fundaði sjaldan framan af en frá og með miðjum nóvember2007 urðu fundir smám saman tíðari. Á fundi 15. nóvember 2007 var kynntstöðumat þar sem niðurstaðan var sú að hætturnar sem steðjuðu að íslenskafjármálakerfinu væru meiri en 2005/2006. Um miðjan janúar 2008 kemurfram í drögum að fundargerð að Ingimundur Friðriksson telur fjármálaáfallekki lengur fjarstæðan möguleika." (bls. 134)
Frumdrögin að neyðarlögunum sem sett voru snemma í október 2008 voru drög þess efnis frá þessum hóp og voru frumdrögin tilbúin í apríl 2008. Þau voru aldrei samþykkt og nýttust því ekki fyrr en eftir fall bankanna. Í júlí 2008 ræðir samráðshópurinn vinnuskjalið " "Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." Og hverjar voru útskýringar ráðherra varðandi þetta efni við gerð Rannsóknarskýrslunnar? "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir aðspurð um hvað hún hafi heyrt af samráðshópnum:Því er nú fljótsvarað ég heyrði ekkert frá honum. [ ] Ég minnistþess ekki að það hafi nokkurn tímann komið nokkur hlutur frá þessum hópiinn í ríkisstjórn, hvorki minnisblað, tillögur, greining, [fundargerðir] eða eitteða neitt. Ég bara játa það að ég eiginlega var búin að gleyma líklega hef ég
bara gleymt því að hann væri til vegna þess að við sáum aldrei neitt frá hópnum. (bls 137)
"Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir ráðuneytisstjóra sinn hafa upplýstsig mjög lítið um samráðsnefndina og kannast ekki við að hafa fengið mikilvæggögn frá nefndinni, til dæmis ekki skjalið Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvaldavegna hættu á fjármálaáfalli.566 Í því skjali, sem lagt var fram í samráðshópnum7. júlí 2008, segir meðal annars: Stjórnvöld þurfa á næstu vikumað marka stefnuna í grundvallaratriðum, þ.e. hvaða meginleið á að fara ef tilfjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættaravið því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda
og þjóðarbúsins aukist". (bls 138)
"Davíð innti forsætisráðherra eftir viðbrögðum við skýrslu sinni eftir ferðhans og Sturlu Pálssonar til London í febrúar 2008 þar sem fram komu alvarlegaráhyggjur af stöðu bankanna. Davíð segir Geir þá hafa sagt: Við erumbúnir að kalla til bankastjórana og þeir segja að þetta sé ekki rétt, þetta séallt í lagi. Og sko, bætir Davíð við um þessi viðbrögð arftaka síns á stóliforsætisráðherra, maður getur sko [ ] maður getur alveg lamast [ ].575Geir H. Haarde segir aftur á móti að Davíð hætti til að vera stóryrtur ogdramatísera hlutina; honum hafi ekki legið gott orð til manna í bönkunum,
embættismannakerfinu og stjórnmálum." (bls 139)
Einnig kemur fram á bls (139) að umhugsunarvert væri hvers vegna forsætisráðherra, sem var ábyrgur fyrir stjórn efnahagsmála, leitaði ekki álits hinna bankastjóranna fyrst hann efaðist um trúverðugleika lýsinga Davíðs.
LBI
Um bloggið
Rannsóknarskýrslan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.