29.8.2010 | 21:03
Úr 3. bindi RNA
Í 3. bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis stendur að rannsóknir sýni að hagsæld í einstökum ríkjum sé háð því hvernig staðið er að fjármálafyrirtækjum, sérstaklega bönkum. Þar hafa þýðingu atriði eins og eignarhald, eftirlit með bönkum, samkeppni þeirra á milli, eftirlit sem bankar veita lántökum sínum, kerfislegt mikilvægi og traust samfélagsins á þeim" (bls. 49).
1. Síðasttalda atriðið traust er athyglisvert núna þegar búið er að endurreisa bankakerfið og færa stóran hluta þess í hendur hópa sem eru kallaðir erlendir kröfuhafar". Er rétt að treysta nafnlausu og andlitslausu fólki
2. Endurreisn bankakerfisins er ógagnsæ og fór að miklu leyti fram fyrir luktum dyrum. Þess háttar vinnubrögð eru ekki til þess fallin að skapa traust.
3. Hvað gengur stjórnvaldi til að endurreisa bankakerfið á þann hátt að viðskiptavinirnir geta ekki treyst fjármálakerfinu sem hefur bein áhrif á hagsæld í landinu, skv. ofanritaðri tilvitnun í RNA?
Um bloggið
Rannsóknarskýrslan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sláandi að lesa allar ábendingarnar í Skýrslunni og sjá að þær eru að engu hafðar!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.8.2010 kl. 21:30
4. bindið er svo leiðinlegt og tæknilegt að ég held að það þurfi allavega viðskiptafræðinga til þess að skilja það, ég er að gefast upp á lestrinum.... Já það er sorglegt að sjá að það á að hunsa rannsóknarskýrsluna algjörlega á Alþingi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.8.2010 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.