Færsluflokkur: Bloggar
6.9.2010 | 06:38
Þursarnir sem neita að læra
Eftir því sem ég les lengra og meira í Rannsóknarskýrslunni þeim mun gáttaðri verð ég á þeirri þögn og andvaraleysi sem innihald hennar hefur mætt. Hún er nefnilega hafsjór af gagnlegum ábendingum um það sem var að og leiddi til hrunsins. Hún inniheldur þá ekki síður gagnlegar ábendingar um það hverju þarf að breyta til að koma í veg fyrir að þannig fari aftur.
Það er reyndar ekki bara hættan á öðru hruni sem ógnar íslensku samfélagi heldur miklu fremur kreppan sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Hér er rétt að hafa í huga að kreppan sem við stöndum frammi fyrir er ekki aðeins efnahagsleg heldur ekki síður siðferðileg. Rammast kveður að þessari siðferðiskreppu í viðskiptalífinu og í stjórnsýslunni. Þar verða menn bókstaflega að taka mark á ábendingum Skýrslunnar og tileinka sér boðskap hennar um siðvæðingu. Annars mun allt verða við það sama.
Hér ætla ég að halda áfram að tala um siðferðiskreppuna í viðskiptalífinu eða þeim skorti á siðferði og góðum starfsháttum innan bankanna. Í lok hvers kafla í 8. bindinu draga höfundar þess saman ályktanir og lærdóma. Að lokinni umfjöllun um Siðferði fjármálalífsins og starfshætti banka segja þeir m.a:
Fjármálafyrirtækjum er gert að starfa eftir lögum og reglum og hafa að auki sjálf sett sér ýmsar reglur til að tryggja vandaða starfshætti. Vandinn er þó sá að ekki einu sinni þröngum lagareglum er fylgt, hvað þá almennari siðferðilegum viðmiðum um heilbrigða stjórnarhætti [...] (8. bd. bls. 47 (leturbreytingar eru mínar)
Þetta almenna virðingarleysi gagnvart þeim reglum sem hafa verið settar voru ekki aðeins ríkjandi inni í bönkunum. Þetta virðingarleysi kemur fram á ýmsum sviðum í stjórnsýslu og viðskiptalífi. ( 8. bd. bls. 47 (leturbreytingar eru mínar) Siðferðisskorturinn innan stjórnsýslunnar er utan umfjöllunar þessarar færslu en að henni hefur verið vikið á þessu bloggi og verður komið meira að því síðar líka.
Höfundar 8. bindisins benda á að sá hópur sem stýrði þremur stærstu bönkunum hafi fallið í nánast allar þær freistingar sem á vegi hans urðu. (8. bd. bls. 47) Höfundarnir benda jafnframt á að sú sérhyggja sem einkavæðingin er grundvölluð á byggi á því að þeir einstaklingar sem eignast banka fari betur með eigin fé en annarra eða með öðrum orðum að þeir taki síður áhættu með sitt eigið fé.
Viðskiptalífið og ekki síst alþjóðlegt fjármálalíf var hins vegar upptekið af því að draga með markvissum hætti úr ábyrgð þeirra sem tóku áhættu. (bls. 47) Með þessu voru rofin mikilvæg tengsl á milli áhættu og ábyrgðar með skelfilegum afleiðingum fyrir fjármálakerfið og þar með almenning. Á sama tíma var áhuginn á eigin hag nær því takmarkalaus!
Það hefur þegar komið fram að stærstu eigendur bankanna sem hér eru til umræðu nutu mjög mikillar lánafyrirgreiðslu í bönkunum sínum en líka í hinum bönkunum. En það var ekki síður gert vel við bankastjóranna sem voru á sannkölluðum ofurlaunum!
Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í Rannsóknarskýrslunni var skuldastaða Roberts Tchenguizs, Björgúlfsfeðga og hjónanna Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálmadóttur við íslensku bankanna 9.994.200.000,- við hrunið. Þetta eru lán sem þau tóku ýmist í eigin nafni eða í gegnum félög sem þau áttu eignarhlut í. (Sjá hér)
Heildarlaun bankastjóranna í bönkunum, sem ofantalin áttu eignarhlut í, á þeim fimm árum sem liðu frá einkavæðingu og fram að hruni voru samtals 6.171.664.662,- (Sjá hér) Ef þessar tölur eru lagðar saman verður útkoman: 16.165.864.622,-
Það er þess vegna ekki ofsögum sagt að þessi brugðust algerlega í því að setja sjálfum sér mörk!
Stjórnendur virðast hafa litið svo á að meginábyrgð þeirra væri gagnvart eigendum fyrirtækjanna en ekki öðrum hagsmunaaðilum. [...] Á sama tíma var leitað leiða til að draga úr ábyrgð einstaklinga með því að færa hluti inn í eignarhaldsfélög og einnig enn frekar dregið úr hlut samfélagsins í hagnaðinum með skattalegum hagræðingum. Skyldur stjórnenda gagnvart öðrum hagsmunaaðilum en stærstu eigendum voru aftur á móti vanræktar. Ábyrgðin var markvisst færð frá þessum sömu einstaklingum yfir á fjármálastofnanir og þar með samfélagið allt þegar bankarnir, sem voru kerfislega mikilvægir, hrundu. (8. bd. bls. 47 (leturbreytingar eru mínar)
Lærdómarnir sem höfundar 8. bindisins setja fram í þessu sambandi eru í fullkomnu samræmi við það sem heilbrigð skynsemi segir manni að séu bráðnauðsynlegir til að tryggja að hér megi fara fram eðlileg bankastarfsemi í framtíðinni.
- Tryggja þarf að þeir sem stjórna fyrirtækjum á borð við banka hafi til að bera nauðsynlega þekkingu og reynslu og séu sér meðvitaðir um siðferðilega ábyrgð sína ekki aðeins gagnvart eigendum heldur samfélaginu öllu.
- Setja þarf almennar reglur um hvatalaun til lykilstjórnenda fyrirtækja á markaði, þar sem umfram allt er byggt á langtímahagsmunum fyrirtækisins og þar með hagsmunum samfélagsins.
- Aukið eftirlit þarf að vera með samskiptum eigenda og stjórnenda fjármálafyrirtækja í því skyni að tryggja sjálfstæði stjórnendanna, einkum gagnvart stórum eigendum. (8. bd. bls. 47-48)
Hér ætla ég líka að taka saman kaflann um Innri starfshætti og eftirlit fagmanna. Þar er farið mjög ýtarlega í fagmennsku og undirstrikað að heiður fagstéttar og orðspor sé það mikilvægasta sem hún á. Þar segir líka að ef samfélagið getur ekki reitt sig á að fagmenn eins og læknar, kennarar, lögmenn eða endurskoðendur ræki störf sín af heiðarleika, sanngirni og trúmennsku sé hæpið að tala um sjálfstæða starfsgrein (sbr. 8. bd. bls. 48)
Samkvæmt lögum bar bönkunum að hafa regluvörð sem er hluti af innra eftirliti þeirra. Það er rétt að taka það fram að aðeins einn regluvörður starfaði í hverjum bakanna þriggja. Allir lýsa erfiðum starfsskilyrðum þar sem þeim var haldið frá upplýsingum en ætlað að skrifa upp á að hlutir væru í lagi eftir að ákvarðanir höfðu verið teknar. Á þeim fimm árum sem liðu frá einkavæðingu bankanna fram að hruni þeirra er útlit fyrir að nokkrar mannabreytingar hafi orðið í þessum stöðum en það hélst engum jafnilla á regluverði eins og Glitni (sbr. 8. bd. bls. 52.)
Löggjöf um hlutverk regluvarða breyttist talsvert í nóvember 2007 (sbr. 8. bd. bls. 51) í kjölfar samþykktar Alþingis á lögum um verðbréfaviðskipti. (sjá hér). Sama hvað öllum lögum og reglum leið varðandi starfsemi bankanna sjálfra svo og hlutverk regluvarða þá var reynt eftir mætti að komast framhjá reglunum ef þess var kostur. (8. bd. bls. 50 (leturbreytingar eru mínar)
Með öðrum orðum þá var það almennt viðhorf innan bankanna að reglurnar sem giltu um bankastarfsemi væru hindranir sem ætti að finna leiðir til að sniðganga frekar en leiðbeiningar um vandaða starfshætti. Það vekur ekki síður athygli í vitnisburði regluvarðanna að lítinn eða engan stuðning var að fá við störf þeirra frá Fjármálaeftirlitinu. Í ályktunum sem höfundar 8. bindisins draga fram í lok þessa kafla um innra eftirlit í bönkunum segir líka:
Af lýsingu regluvarða, innri endurskoðenda og annarra sem komu að innra eftirliti bankanna er ljóst að þeir sem áttu að tryggja góða starfshætti innan bankanna nutu ekki mikils stuðnings hvorki meðal stjórnenda né annarra starfsmanna. Svo virðis sem innan bankanna hafi verið litið á þá sem gleðispilla frekar en mikilvægan þátt til að tryggja heilbrigða viðskiptahætti og þar með hagsmuni bankanna og viðskiptamanna þeirra. (8. bd. bls. 57 (leturbreytingar eru mínar))
Þar segir jafnframt í þessu sambandi: Hér skiptir þáttur Fjármálaeftirlitsins miklu máli en veikt eftirlit og jafnvel undanþágur frá mikilvægum atriðum í innra eftirliti vekja upp áleitnar spurningar um afstöðu þess til starfsseminnar. (8. bd. bls. 57.) Í þessu samhengi þykir mér ástæða til að benda á að í desember 2007 tók Fjármálaeftirlitið út regluvörslu hjá Glitni og gaf henni falleinkunn auk þess sem sett var út á fleiri atriði sem sneri að viðskiptaháttum bankans.
Það er margt sem vekur athygli varðandi þessa úttekt (sjá samantekt hér). Fyrst það sem Fjármálaeftirlitið setur út á. Þá það sem haft er eftir skýrslunni sem var unnin í kjölfar úttektarinnar. Svo það að ekkert er um eftirfylgni varðandi úrbætur en atriðin, sem eru týnd fram, eru mjög alvarleg. Í því samhengi er ástæða til að vekja sérstaka athygli á því hvernig hinir annars orðvöru höfundar 8. bindis Rannsóknarskýrslunnar enda umfjöllun sína um skýrslu Fjármálaeftirlitsins þar sem þeir segja: Þegar skýrslan er lesin er í raun með ólíkindum að verið sé að lýsa alþjóðlegum banka með starfsleyfi! (8. bd. bls. 52 (leturbreytingar eru mínar svo og upphrópunarmerkið)
RS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2010 | 00:58
Glæpamenn á beit í bönkunum!
Eins og áður hefur komið fram þá eru lærdómar fyrri bankakreppa meðal annars þeir að:
- Fólk með vafasama fortíð sækist alltaf til áhrifa í bönkunum.
- Aldrei má slaka á reglum um mat á tryggingum og útlánaáhættu.
- Engir viðskiptavinir mega njóta forgangs,
- Innherjaviðskipti eru einstaklega hættuleg afkomu banka.
- Þar sem innherjaviðskipti eru til staðar fylgja oftast önnur brot á starfsreglum.
(Sjá bls. 14 og 37 í 8. bd. Rannsóknarskýrslunnar)
Við einkavæðingu bankanna var þessi reynsla sögunnar gersamlega hundsuð. Þegar farið er ofan í kjölinn á einkavæðingarferlinu í kringum Landsbankann og Búnaðarbankann er það líka nokkuð borðleggjandi að þar var eitthvað annað sem réði ferðinni en ráðdeild og gætni. Það er auðvitað siðferðileg ábyrgð þeirra sem fara með völdin að meta hvað er almenningi og samfélaginu fyrir bestu þegar svona stórir eignarhlutar eru seldir (8. bd. bls. 24)
En ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar virtu slíkar faglegar siðferðisskyldur að vettugi í flokksmiðuðu valdatafli um bankana eins og eftirfarandi tilvitnun í Valgerði Sverrisdóttur vitnar m.a. um:
Ja, hann [Davíð Oddsson] vildi bara að þetta væri svona [að aðeins Landsbankinn væri auglýstur] og ég vildi að þetta væri hinsegin og hafði vinninginn og þótti það nú ekki leiðinlegt. (8.bd. bls. 25)
Það er fyrrnefnd ríkisstjórn sem ber höfuðábyrgð á því hverjum hún seldi hlut í bönkunum og hve stór hann varð en vissulega getur Fjármálaeftirlitið ekki skorist undan ábyrgðinni að hafa í reynd tekið þátt í að sniðganga nýsamþykkt lög um fjármálafyrirtæki (sbr. 8. bd. bls. 24)
Eins og kemur fram á bls. 21-31 í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar, og tekið er saman hér, uppfylltu umsækjendurnir um kaup á eignarhlutum í Landsbanka og Búnaðarbanka kröfurnar hróplega illa sem gerðar eru til slíkra varðandi hæfi samkvæmt 42. gr. laga um fjármálafyrirtækja. Það var í höndum Fjármálaeftirlitsins að fara yfir umsækjendur og hvernig þeir stæðust þessar hæfniskröfur. Ef allt hefði verið með felldu hefði bæði Samson- og S-hópurinn verið útilokaðir frá öllum bankarekstri.
Ef faglegar forsendur hefðu verið lagðar til grundvallar þá hefði þáverandi ríkisstjórn líka gefið Fjármálaeftirlitinu svigrúm til að meta hæfni einstaklinganna sem mynduðu þessa hópa áður en þeir gengu frá kaupsamningunum við þá. Það var hins vegar ekki gert (sjá bls. 22 og 26 í 8. bd.) Þeir sem eignuðust bankanna voru margir virkir á örðum sviðum viðskipta- og atvinnulífs og gjarnan í samkeppni við aðra aðila á þessum markaði.
Eignaraðild Samson- og S-hópsins að bönkunum opnaði þeim leið að upplýsingum og þekkingu á öllum viðskiptavinum þeirra; samkeppnisaðilunum líka! Fjármálaeftirlitið gerði heiðarlega tilraun til að koma í veg fyrir að þeir vafasömu einstaklingar sem komust yfir bankanna myndu misnota sér aðstöðuna með tilmælum um að starfsreglum varðandi bankaráðin yrði breytt. Helstu atriði þessara tilmæla eru eftirtalin:
1. Bankaráðsmenn fái upplýsingar einungis í gegnum bankaráð.
2. Þeir taki ekki þátt í meðferð mála sem varða eigin hagsmuni.
3. Starfsmenn veiti þeim ekki upplýsingar um viðskiptamenn bankans.
4. Innri endurskoðandi fari reglulega yfir fyrirgreiðslu til bankaráðsmanna og aðila sem tengjast þeim.
5. Tryggð verði upplýsingagjöf um venslaða aðila.
6. Kveðið verði á um skyldu þeirra til að upplýsa um venslaða aðila. (sbr. 8. bd. bls. 38)
Sem dæmi um frjálslega túlkun á þessum tilmælum Fjármálaeftirlitsins nefna höfundar 8. bindisins þá staðreynd að Björgólfur Guðmundsson, bankaráðsformaður og einn aðaleigandi Landsbankans, var með skrifstofu á milli bankastjóranna í höfuðstöðvum bankans. (sbr. 8. bd. bls. 38)
Sú staðreynd að stærstu eigendur bankanna voru jafnframt í hópi stærstu lántakanda þeirra er hins vegar alvarlegasta atriðið í þessu öllu saman! Hér að neðan er tafla sem ég efast um að sé tæmandi enda ljóst að eigendurnir skýldu sér gjarnan á bak við alls konar eignarhalds- og dótturfélög til að skapa aðstæður fyrir áhættulausan hagnað (8. bd. bls. 45 (leturbreytingar eru mínar) sér til handa.
Töfluna byggi ég á á bls. 38-39 í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar og bls. 209-239 í 2. bindi.
| Glitnir | Kaupþing | Landsbanki |
| Gaumur | Robert Tchenguiz | Björgólfur Thor Björgólfsson |
| Landic Property | Exista | Björgólfur Guðmundsson |
| Stoðir (áður FL Group) |
|
|
Samtals | 199.000.000,- | 526.600.000,- | 231.900.000,- |
Ég vek athygli á því að á blaðsíðunum, sem ég vísa í, í 2. bindinu er að finna tölur um það hvað hver ofangreindra aðila fékk í milljörðum króna í bönkunum sem þeir áttu sjálfir stóran eignarhlut í en þar kemur líka fram að þeir nýttu hina bankana ásamt Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum til að dæla út úr þeim peningum í eigin þágu.
Taflan hér að ofan sýnir óhemjumiklar fyrirgreiðslur allra bankana til eigenda sinna. Þegar betur er að gáð eru líka áberandi vensl á milli stærstu lántakendanna í hverjum banka. Skilgreiningin á venslum í þessu samhengi eru þau að: Ef líkur eru á að greiðsluvandi hjá einum hafi áhrif á annan eru þeir tengdir saman í greiningu bankanna. (8. bd. bls. 39 (leturbreytingar eru mínar) Áður en lengra er haldið er rétt að taka það fram að markmið reglna um tengda aðila er fyrst og fremst að gæta hagsmuna bankans, takmarka kerfislega áhættu og gæta þannig almannahagsmuna! (8. bd. bls. 39 (leturbreytingar eru mínar svo og upphrópunarmerkið)
Tengslin á milli Björgólfsfeðga eru augljósust þannig að ég ætla að byrja á þeim.
Heildaráhættuskuldbindingar þeirra feðga í gegnum íslensku bankana og aðrar lánastofnanir nema 2.909.100.000,- (sjá bls. 217, 227 og 233 í 2. bd). Áhættuskuldbindingar Eimskips og tengdra félaga er tekin með í þessa tölu enda Björgólfur Guðmundsson eigandi eins þeirra félaga sem var eigandi eins fjárfestingafélagins sem var hluthafi í Eimskip. Með öðrum orðum þá átti Björgólfur eldri Ólafsfell ehf sem átti Hansa ehf sem var eigandi Grettis ehf sem var hluthafi í Eimskip.
Það vekur athygli að í tilviki þessara feðga voru faðir og sonur ekki flokkaðir sem tengdir aðilar í Landsbankanum. Sigurjón Þ. Árnason segir að það hafi aldrei verið nokkur umræða um að tengja þá tvo saman. Hann segir líka að það hafi aldrei komið fram nein athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu né öðrum yfirvöldum hvað tengsl þeirra tveggja varðar.
Enda er það þannig að annar er farinn á hausinn en hinn ekki, og það gat gengið í báðar áttir. Og bíddu, við skulum fara eftir því, við, þessi skilgreining er búin til vegna þess að menn upplifa þá algjörlega sem sitt hvora, það er þannig. Þú upplifir þá alveg sem algjörlega sitt hvað. (8. bd. bls 39 (bein tilvitnun í Sigurjón Þ. Árnason))
Heildaráhættuskuldbindingar Roberts Tchenguizs og Exista, þar sem hann var stjórnarformaður frá mars 2007, í gegnum íslensku bankana og aðrar lánastofnanir nema 4.037.000.000,- (sjá bls. 209 og 214 í 2. bd). Þrátt fyrir að Robert Tchenguiz hafi verið stjórnarformaður Exista þá voru þeir ekki flokkaðir sem tengdir aðilar hjá Kaupþingi. (sbr. 8. bd. bls. 39)
Miðað við Rannsóknarskýrsluna eru engin lán skráð á nöfn hjónanna, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, í gegnum íslensku bankana og aðrar lánastofnanir. Heildaráhættuskuldbindingar félaganna Gaums, Landic Propertys og Stoða (FL Group) eru hins vegar 3.038.100.000,- (sjá bls. 211, 220 og 231 í 2. bd).
Þessi eignarhaldsfélög skiptast þannig á milli hjónanna að Jón Ásgeir var stærsti eigandi Gaums og stjórnarformaður Stoða ehf fram til vors 2008 en þá tók eiginkona hans, Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, við stjórnarformennskunni. Hún var annar stærsti hluthafinn í Landic Propertys á eftir Stoðum hf og sat í stjórn þess. Í Glitni voru félög sem hún tengdist ekki tengd við félög í eigu eiginmannsins. (sbr. 8. bd. bls. 39)
Ef tölurnar yfir lán ofangreindra eru lagðar saman þá er heildaráhættuskuldbindingar (öðru nafni lánum af ýmsu tagi) þessara einstaklinga hjá Glitni, Kaupþingi, Landsbanka, Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum: 9.994.200.000,-!
Þessi dæmi sýna hvernig gildandi reglur um bankastarfsemi voru túlkaðar stærstu eigendum þeirra í hag með það að markmiði að auka möguleika [þeirra] á lánum fremur en að tryggja hagsmuni bankanna.(8. bd. bls. 39)
Eins og áður sagði þá ber ríkisstjórn þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar höfuðábyrgð á því hverjir fengu að hreiðra um sig í bönkunum með þeim afleiðingum sem við öll þekkjum en Fjármálaeftirlitið getur heldur ekki hvítþvegið hendur sínar af ábyrgðinni. Það er nefnilega einu sinni hlutverk eftirlitsins að fylgjast með því sem fram fer á íslenskum fjármálamarkaði.
Ef í ljós kemur að eftirlitsskyldur aðili fylgir ekki lögum og/eða reglum um stórar áhættur skal Fjármálaeftirlitið samkvæmt 1. mgr. 10 gr. laga nr. 87/1998 krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs frests. Jafnvel þótt ekki sé ljóst að um skýrt brot gegn reglunum sé að ræða þá skal Fjármálaeftirlitið samkvæmt 2. mgr. 10 gr. sömu laga gera athugasemdir ef það telur hag eða rekstur eftirlitsskylds aðila að öðru leyti óheilbrigðan og brjóta í bága við eðlilega viðskiptahætti. (2. bd. bls. 120 (leturbreytingar eru mínar)
Hér að ofan er vísað til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er kunnara en frá því þurfi að segja að Fjármálaeftirlitið virkaði alls ekki sem sá eftirlitsaðili sem þessi lög gera ráð fyrir. Afskiptaleysi þess var svo himinhrópandi að það er ekki hægt að láta sér detta annað í hug en afskiptaleysið hafi verið meðvitað nema við gerum ráð fyrir því að þar hafi farið fram skipulögð hálfvitavæðing hvað varðar starfsmannaval.
Í þessu samhengi þykir mér ástæða til að benda á ræðu sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Jónas Fr. Jónsson, hélt á fundi hjá Félagi um fjárfestatengsl sem haldinn var 15. janúar 2008. Þar ræddi Jónas um afkomu og helstu áhættuþætti í starfsemi fjármálafyrirtækja og sagði m.a. þetta:
Eiginfjárhlutföll bankanna eru sterk og þau geta staðið af sér veruleg áföll. Flestir þættir útlánaáhættu eru ágætlega dreifðir og markaðsáhættu er mætt með hærra eiginfjárhlutfalli og virkri stýringu. Veðköll og tryggingaþekja bankanna vegna hlutabréfalána sýna að verkferlar þeirra eru virkir og þeir hafa almennt gætt þess að taka tryggingar vegna slíkra lána. (Sjá hér)
Er nema eðlilegt að maður spyrji sig hvers vegna þessi maður var ráðinn í Fjármálaeftirlitið?! og á hvaða forsendum hann var gerður að forstjóra þess?? Mér þætti líka eðlilegt að sá sem ber ábyrgð á ráðningu hans og frama innan eftirlitsins svari fyrir hana og útskýri hverra hagmuna hann ætlaði Jónasi var að verja.
Til enn frekari áréttingar á þeirri ábyrgð sem Fjármálaeftirlitið ber á núverandi stöðu í íslensku efnahagslífi ætla ég að enda þetta á tilvitnun í Rannsóknarskýrsluna um valdheimildir þess.
Fjármálaeftirlitið getur gripið til víðtækra valdheimilda í tengslum [við] framkvæmd eftirlits með stórum áhættum. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 87/1998 er eftirlitsskyldum aðilum skylt að veita Fjármálaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum og öðrum gögnum í vörslu þeirrar er varða starfsemina sem Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegan. Samkvæmt sama ákvæði getur Fjármálaeftirlitið gert vettvangskannanir eða óskað upplýsinga á þann hátt og svo oft sem það telur þörf á.
Samkvæmt 3. mgr, 9. gr. sömu laga er einstaklingum skylt að láta Fjármálaeftirlitinu í té allar upplýsingar og gögn sem það telur nauðsynleg. Ekki skiptir máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða þau skipti annarra aðila við hann er hann getur veitt upplýsingar um og varða athuganir og eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Sérstaklega er tekið fram í síðastnefndu ákvæði að lagaákvæði um þagnarskyldu takmarki ekki skyldur til þess að veita upplýsingar og aðgang að gögnum. Samkvæmt þessu er ljóst að Fjármálaeftirlitið getur kallað eftir þeim upplýsingum um nauðsynlegar eru til að meta hvort farið hafi verið eftir reglum um stórar áhættur. (2. bd. bls. 120 (leturbreytingar eru mínar)
RS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í 8. bindi á bls. 130 greinir frá stofnun samráðshóps sem mannaður var af fulltrúum frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankanum. Þessi hópur var settur á laggirnar 21. febrúar 2006.
Um hlutverk hópsins segir:
Góð almenn umgjörð í lögum, reglum og eftirliti með starfsemifjármálafyrirtækja og markaða er grundvallarforsenda fjármálastöðugleika ogtraust og skilvirkt fjármálakerfi er mikilvæg forsenda fyrir vexti og velferðþjóðarbúsins. Aðilar samkomulagsins stuðla saman að því að þessar forsendurséu til staðar á grundvelli lögbundinna hlutverka og verkefna sinna. Þá leitastþeir við að samhæfa viðbrögð sín við hugsanlegu fjármálaáfalli. Um stöðuhópsins segir ennfremur: Samráðshópurinn er vettvangur upplýsinga- ogskoðanaskipta. Hann er ráðgefandi og tekur ekki ákvarðanir um aðgerðir.534Samráðshópurinn fundaði sjaldan framan af en frá og með miðjum nóvember2007 urðu fundir smám saman tíðari. Á fundi 15. nóvember 2007 var kynntstöðumat þar sem niðurstaðan var sú að hætturnar sem steðjuðu að íslenskafjármálakerfinu væru meiri en 2005/2006. Um miðjan janúar 2008 kemurfram í drögum að fundargerð að Ingimundur Friðriksson telur fjármálaáfallekki lengur fjarstæðan möguleika." (bls. 134)
Frumdrögin að neyðarlögunum sem sett voru snemma í október 2008 voru drög þess efnis frá þessum hóp og voru frumdrögin tilbúin í apríl 2008. Þau voru aldrei samþykkt og nýttust því ekki fyrr en eftir fall bankanna. Í júlí 2008 ræðir samráðshópurinn vinnuskjalið " "Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli." Og hverjar voru útskýringar ráðherra varðandi þetta efni við gerð Rannsóknarskýrslunnar? "Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir aðspurð um hvað hún hafi heyrt af samráðshópnum:Því er nú fljótsvarað ég heyrði ekkert frá honum. [ ] Ég minnistþess ekki að það hafi nokkurn tímann komið nokkur hlutur frá þessum hópiinn í ríkisstjórn, hvorki minnisblað, tillögur, greining, [fundargerðir] eða eitteða neitt. Ég bara játa það að ég eiginlega var búin að gleyma líklega hef ég
bara gleymt því að hann væri til vegna þess að við sáum aldrei neitt frá hópnum. (bls 137)
"Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, segir ráðuneytisstjóra sinn hafa upplýstsig mjög lítið um samráðsnefndina og kannast ekki við að hafa fengið mikilvæggögn frá nefndinni, til dæmis ekki skjalið Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvaldavegna hættu á fjármálaáfalli.566 Í því skjali, sem lagt var fram í samráðshópnum7. júlí 2008, segir meðal annars: Stjórnvöld þurfa á næstu vikumað marka stefnuna í grundvallaratriðum, þ.e. hvaða meginleið á að fara ef tilfjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættaravið því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda
og þjóðarbúsins aukist". (bls 138)
"Davíð innti forsætisráðherra eftir viðbrögðum við skýrslu sinni eftir ferðhans og Sturlu Pálssonar til London í febrúar 2008 þar sem fram komu alvarlegaráhyggjur af stöðu bankanna. Davíð segir Geir þá hafa sagt: Við erumbúnir að kalla til bankastjórana og þeir segja að þetta sé ekki rétt, þetta séallt í lagi. Og sko, bætir Davíð við um þessi viðbrögð arftaka síns á stóliforsætisráðherra, maður getur sko [ ] maður getur alveg lamast [ ].575Geir H. Haarde segir aftur á móti að Davíð hætti til að vera stóryrtur ogdramatísera hlutina; honum hafi ekki legið gott orð til manna í bönkunum,
embættismannakerfinu og stjórnmálum." (bls 139)
Einnig kemur fram á bls (139) að umhugsunarvert væri hvers vegna forsætisráðherra, sem var ábyrgur fyrir stjórn efnahagsmála, leitaði ekki álits hinna bankastjóranna fyrst hann efaðist um trúverðugleika lýsinga Davíðs.
LBI
Bloggar | Breytt 3.9.2010 kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 03:00
Ráðherrarnir fyrstir til að brjóta lögin um einkavæðinguna!
Það er virkilega forvitnilegt að rýna ofan í samantekt Rannsóknarskýrslunnar á einkavæðingarferli bankanna, einkum Landsbanka og Búnaðarbanka, en það verður að viðurkennast að það er ekki síður dapurlegt.
Eins og fólk rekur e.t.v. minni til voru samþykkt lög frá Alþingi um stofnun hlutafélaga um þessa banka vorið 1997. Mig langar sérstaklega til að vekja athygli á eftirfarandi:
IV. KAFLI
Ríkisábyrgð á innlánum og lántökum.
13. gr.
Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. umfram það sem kveðið er á um í lögum þessum og í hlutafélagalögum. (Sjá hér (leturbreytingar eru mínar))
Það sem mér þykir sérstaklega athyglisvert við þessa lagagrein er það að mér sýnist að það megi túlka hana bæði út og suður. En það er ekkert nýtt þegar íslensk lög eru annars vegar, því miður. Það er heldur ekkert nýtt að þó lagaákvæðin séu skýr þá eru þau gjarnan túlkuð rúmt.
Þetta á t.d. um 42. grein laga um fjármálafyrirtæki (Sjá hér). Greinin er skýr en það er ljóst að nefndirnar, sem var komið á laggirnar til að annast þetta ferli, auk aðrir hlutaðeigandi, s.s. Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld, fóru lítið eftir þeim lagarömmum sem voru settir utan um einkavæðingarferlið. Þetta kemur skýrt fram í Skýrslunni þar sem segir m.a. um þetta ferli:
Frásagnir þeirra sem komu að einkavæðingunni sýna hvernig ítrekað var farið á svig við vandaða starfshætti. Skýrum verklagsreglum er ætlað að tryggja vönduð vinnubrögð, gegnsætt ferli og aga þá sem taka þátt í ferlinu. Þær gera þó lítið gagn nema eftir þeim sé farið. Þrátt yfir yfirlýstan vilja í upphafi til að vanda til verka við einkavæðinguna voru þær reglur sem Alþingi setti um einkavæðinguna opnar og gáfu stjórnvöldum möguleika á að haga málum eftir eigin höfði. Afleiðingarnar voru þær að ferlið var ekki gegnsætt sem hefur gefið tilefni til tortryggni og grunsemda um að mikilvægum upplýsingum hafi verið leynt eða pólitísk sjónarmið hafi ráðið ferðinni. (8. bd. bls. 21(leturbreytingar eru mínar))
Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans gengu í gegn árið 2003 að því er virðist undir öflugri handstýringu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar enda kosningar í nánd. Það skín í gegn um allt þetta einkavæðingarferli að það hafi frekar verið unnið af kappi en hyggjuviti og forsjá. Viss atriði benda líka hreinlega til þess að framangreindar skonnortur hinna pólitísku sjóa þessa tíma hafi hreinlega komið sínum bankanum hvor í krumlurnar á stjórnmálalegum jábræðrum sínum.
Í atganginum brjóta þeir ekki aðeins vafasömum einstaklingum leið inn í tvo stærstu bankana heldur brjóta þeir nýsamþykkt lög um fjármálafyrirtæki og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Lítum fyrst á lögbrotið síðan lagagreinina:
- Ríkisstjórnin semur við Samson eignarhaldsfélag ehf. 18. október 2002 um kaup á Landsbankanum en undirritun kaupsamningsins fór fram við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á gamlársdag það sama ár. Skýrsla Fjármálaeftirlitsins um Samson hópinn er hins vegar ekki dagsett fyrr en 3. febrúar 2003. (sbr. 8. bd. Rannsóknarskýrslunnar bls. 22)
- Samkomulagið við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum var undirritað 16. janúar 2003 en mat Fjármálaeftirlitsins á hópnum ekki fyrr en 17. mars 2003. (sbr. 8. bd. bls. 26)
Þetta stangast fullkomlega á við lög um fjármálafyrirtæki sem voru samþykkt á Alþingi 20. desember 2002. Þar segir í 42. gr. um mat á hæfi umsækjanda: Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort umsækjandi sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. (Sjá hér) Miðað við dagsetningarnar hér að ofan þá er ljóst að þáverandi ríkisstjórn gaf Fjármálaeftirlitinu ekkert svigrúm til að vinna á grundvelli nýsamþykktra laga. Það fer heldur varla nokkuð á milli mála að með undirritun samnings við þessa hópa þá brýtur ríkisstjórnin gegn þessum lögum.
Hér að neðan er yfirlit yfir þá þætti sem á að hafa til viðmiðunar við mat á hæfi umsækjanda skv. 42. gr. laga um fjármálafyrirtæki með samanburði á því hvernig Samson- og S-hópurinn uppfylla skilyrðin. Ég vek athygli á því að lögin má nálgast hér en auk þess má finna þessa grein á bls. 21. í 8. bd. Samantektina á því hvernig kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans uppfylla skilyrðin, sem þar eru sett fram, er að finna á bls. 22-30 í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar.
Mat á hæfi umsækjanda skv. 42. gr. laga nr. 161/2002 | Landsbankinn Samson-hópurinn | Búnaðarbankinn S-hópurinn |
Við mat á hæfi umsækjanda skal m.a. höfð hliðsjón af eftirfarandi: | ||
1. Fjárhagsstöðu | Eingöngu yfirlýsing um fjárhagsstöðu þar sem kom fram að hlutfall eigin fjárs yrði um 30% Fengu 2/3 af kaupverðinu að láni hjá Landsbankanum | Afar óljósar upplýsingar Landsbankinn lánaði fyrir stórum hluta kaupverðsins |
2. Þekkingu og reynslu | Enginn úr hópi Samsonar hafði reynslu af rekstri fjármálafyrirtækja | Enginn í hópnum hafði reynslu af alþjóðlegri bankastarfsemi |
3. Hvort eignarhald hans skapar hættu á hagsmuna-árekstrum á fjármálamarkaði | Eins og síðar kom í ljós urðu þau umtalsverð | Hagsmunaárekstrar voru fyrir hendi frá upphafi þar sem VÍS átti tvöfalda aðkomu að tilboðinu (sjá bls. 28 í 8. bd.) |
4. Stærð þess hlutar eða atkvæðisréttur sem umsækjandi hyggst fjárfesta í | Eignuðust nánast helminginn í bankanum => full yfirráð yfir starfsemi hans | Eignuðust nánast helminginn í bankanum(45%) => full yfirráð yfir starfsemi hans |
5. Hvort ætla megi að eignarhald umsækjanda muni torvelda eftirlit með hlutaðeigandi fjármála-fyrirtæki. Við mat á því skal m.a. horft til fyrri samskipta umsækjanda við Fjármálaeftirlitið og önnur stjórnvöld. | Hafskipsmálið | Alltaf verið eitthvað loðið í sambandi við það hver/hverjir eignuðust bankann. (Sjá bls. 28 og 29 í 8. bd) |
6. Hvort umsækjandi hafi gefið Fjármálaeftirlitinu umbeðnar upplýsingar ásamt fylgigögnum og hvort þær hafi reynst réttar | Skýrsla Fjármálaeftirlitsins var gefin út þremur og hálfum mánuði eftir að ríkisstjórnin undirritaði samning við hópinn | Skýrsla Fjármálaeftirlitsins var gefin út tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórnin undirritaði samning við hópinn |
7. Refsingum sem umsækjandi hefur verið dæmdur til að sæta og hvort hann sæti rannsókn | Hafskipsmálið og þrálátur orðrómur um tengsl feðganna við rússnesku mafíuna |
|
Það er nöturleg staðreynd að þeir sem eignuðust fjármálafyrirtækin: Landsbanka, Búnaðarbanka, Kaupþing, Glitni og Fjárfestingabanka atvinnulífsins voru íslenskir kaupsýslumenn með litla reynslu og þekkingu af alþjóðlegri fjármálastarfsemi. Nýju eigendurnir áttu ekki aðeins stóran hlut í bönkunum heldur nánast helming þeirra sem í reynd þýddi fullkomin yfirráð yfir starfseminni. Að auki áttu eigendurnir eftir að verða fyrirferðarmiklir í íslensku atvinnulífi og beita bönkunum óspart í eigin fjármálagjörningum. (8. bd. bls. 31 (leturbreytingar eru mínar)
RS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2010 | 03:52
Var þeim greitt fyrir að þegja?
Margir hafa furðað sig á ofurlaunaþegunum sem stýrðu stærstu bönkunum en það er tæplega nokkur maður, utan þeirra sjálfra, sem efast um óheilindi þeirra. Væntanlega voru þeir þó ekki beinir gerendur í efnahagshruninu heldur verkfæri eigendanna.
Svör bankastjóranna við gagnrýni á þau himinháu laun sem þeir þáðu á árunum frá einkavæðingu og fram að hruni hafa gjarnan verið á þann veg að þeir hafi gengt svo mikill ábyrgð. Hvað sem um ábyrgðina má segja er ljóst að þeir stóðu ekki undir henni gagnvart samfélaginu. Hins vegar má spyrja sig hvort svör þeirra vísi til ábyrgðar gagnvart eigendum bankanna sem komið hefur í ljós að stríddu gegn almannahagsmunum?
Það er nefnilega ljóst að stærstu eigendur bankanna voru jafnframt í hópi stærstu lántakenda þeirra. (8. bindi Skýrslunnar bls. 38) Þeir virtu heldur engar reglur um tryggingar og útlánaáhættu heldur sveigðu þær til ef þeim bauð svo við að horfa. Í þessu ljósi er eðlilegt að maður spyrji sig hvort ofurlaun bankastjóranna í: Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum megi skilja sem svo að þögn þeirra hafi verið eigendunum svona dýr?
Eftirfaradi töflu yfir heildarlaun bankastjóra ofantaldra banka er að finna í 8. bindi Rannsóknarskýrslunnar bls. 43:
|
| 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
Bjarni Ármannsson | Glitnir | 80.057.080 | 137.467.312 | 230.881.360 | 570.844.544 | 11.149.876 |
Lárus Welding | Glitnir |
|
|
| 387.661.792 | 35.823.212 |
Hreiðar Már Sigurðsson | Kaupþing | 141.786.672 | 310.321.280 | 822.697.408 | 811.961.856 | 458.917.504 |
Ingólfur Helgason | Kaupþing | 55.391.704 | 139.805.184 | 126.805.760 | 129.493.760 | 77.966.984 |
Sigurjón Þ. Árnason | Landsbanki | 42.089.283 | 112.820.768 | 218.169.279 | 234.332.638 | 355.180.856 |
Halldór J. Kristjánsson | Landsbanki | 33.775.376 | 262.887.573 | 143.907.850 | 105.839.025 | 133.628.686 |
Þetta eru svo stjarnfræðilegar tölur að einstaklingur af mínu kaliberi nær tæpast utan um þær. Ég ætla þó að freista þess að fjalla frekar um þær upplýsingar sem er að finna í þessari töflu. Fyrst skulum við skoða samanlögð heildarlaun þessara bankastjóra fyrir árin 2004-2008 og meðalmánaðarlaun yfir þetta sama tímabil:
| Samtals | Meðallaun á mán. |
Hreiðar Már Sigurðsson | 2.545.684.720 | 42.428.078 |
Bjarni Ármannsson | 1.030.400.172 | 17.173.336 |
Sigurjón Þ. Árnason | 962.592.824 | 16.043.213 |
Halldór J. Kristjánsson | 680.038.510 | 11.333.975 |
Ingólfur Helgason | 529.463.392 | 8.824.389 |
Lárus Welding | 423.458.004 | 17.644.083 |
Ég ætla að byrja á því að vekja athygli á því að ástæðan fyrir því að Lárus Welding er með lægstu heildarlaunin er sú að hann tók ekki við sem bankastjóri í Glitnis-banka fyrr en árið 2007. Hann hefur því verið annar hæstlaunaðasti bankastjórinn ef miðað er við meðallaun á mánuði.
Mér þykir líka ástæða til að vekja sérstaka athygli á launum Hreiðars Más Sigurðssonar. Heildarlaun hans eru til dæmis meira en tvöfalt hærri en laun Bjarna Ármannssonar á þessu tímabili og vekur það upp spurningar hvort þögn Hreiðars Más sé dýrmætari en hinna eða hvort leyndarmálin sem honum er ætlað að þegja yfir séu dýrari en þeirra?
Þegar meðalmánaðarlaun þessara bankastjóra eru skoðuð kemur það líka í ljós að laun Hreiðars Más eru margfalt hærri en meðalmánaðarlaun þeirra sem eru með lægstu mánaðarlaunin á þessu tímabili. Þessi samanburður kemur fram hér:
| 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
Hreiðar Már Sigurðsson | 11.815.556 | 25.860.106 | 68.558.117 | 67.663.488 | 38.243.125 |
Halldór J. Kristjánsson | 2.814.614 |
|
| 8.819.918 |
|
Sigurjón Þ. Árnason |
| 9.401.730 |
|
|
|
Ingólfur Helgason |
|
| 10.567.146 |
|
|
Bjarni Ármannson |
|
|
|
| 929.156 |
Eins og kemur fram í þessari töflu er Hreiðar Már með tæplega fimm sinnum hærri laun árið 2004 en Halldór sem er með lægstu meðalaunin á mánuði það ár. Næsta ár á eftir er lægst launaðasti bankastjórinn, af þessum sex, tæplega þrefalt lægra launaður en Hreiðar Már. Árin 2006 og 2007 verður munurinn enn meiri enda minnir heildarmánaðarlaunasumma Hreiðars Más meira á heildarveltu stórs fyrirtækis en mánaðarhýru eins launamanns.
Árið 2006 eru mánaðarlaun Hreiðars Más nær því tífalt hærri en lægstlaunaðasti bankastjórinn í þessum samanburði hefur í mánaðarlaun en mánaðarlaun Ingólfs Helgasonar fara samt töluvert yfir árstekjur býsna margra, sem teljast til almennra launþega, það árið. Munurinn dregst eitthvað saman næsta ár á eftir en er þó áttfaldur. Árið 2008 dragast laun Hreiðars Más svo umtalsvert saman (þó þau séu enn stjarnfærðilega há á minn mælikvaðra a.m.k.) og Bjarna Ármannssyni skýtur upp með lægstu meðalmánaðarlaunin fyrir þetta ár. Í þessu sambandi er rétt að hafa það í huga að hann lét að störfum sem bankastjóri vorið 2007 þannig að samanburðurinn er tæplega marktækur.
Ástæðurnar sem gefnar voru upp fyrir háum launum í bankakerfinu voru einkum samanburður við önnur lönd en laun í fjármálakerfinu fóru verulega hækkandi á þessum tíma. Við erum í samkeppni um starfsmenn á sumum stöðvunum þar sem við erum að borga mjög lág laun þó að þau, í samhengi hér heima, þættu alveg óheyrilega há. Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. [...] segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings. (8. bindi Skýrslunnar bls. 43)
Að lokum er sennilega forvitnilegt að skoða hver heildarlaunasumma bankastjóranna var á þeim árum sem hér hafa verið til skoðunar. Á milli ára lítur hún þannig út:
Heildarlaun bankastjóranna fyrir hvert ár | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 |
353.100.115 | 963.302.117 | 1.542.461.657 | 2.240.133.615 | 1.072.667.118 |
Þegar þessar tölur eru lagðar saman í eina þá kemur út talan: 6.171.664.622,-
Ef kenningin sem sett er fram í fyrirsögn þessara skrifa á við rök að styðjast þá er ljóst að þögnin er dýrkeypt!
RS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2010 | 01:13
Baugur Group hf.
Baugur Group hf.
"Sjóður 9 og Sjóður 1 hófu fjárfestingar í verðbréfum útgefnum af Baugi í mars 2006. Sjóður 9 fjárfesti í upphafi fyrir um 2 milljarða króna í verðbréfaútgáfu sem auðkennd var BAUG 06 1 en bréfin voru til eins árs. Sjóður 1 fjárfesti í sömu útgáfu fyrir um 1,5 milljarða króna. Heildarútgáfan nam 3,5 milljörðum og saman áttu sjóðirnir því alla útgáfuna. Útgáfan var í umsjón Glitnis banka. Í lok febrúar 2007, rétt fyrir gjalddaga bréfanna, keypti Sjóður 9 umrædd bréf af Sjóði 1 og átti eftir það alla útgáfuna fram að gjalddaga. Á gjalddaga bréfanna var staða sjóðsins í Baugi framlengd með kaupum á nýrri víxlaútgáfu (BAUG 08 0329) og í framhaldi af því virðist kerfisbundið hafa verið endurfjárfest í verðbréfum útgefnum af Baugi á gjalddaga.
Áréttað skal að allar fjárfestingar Sjóða 1, 9 og 11 í Baugsbréfum voru í óskráðum skuldabréfum og víxlum.
Frá apríl 2007, eftir að Baugur varð stór hluthafi í Glitni banka, jukust fjárfestingar Sjóðs 9 í Baugi jafnt og þétt fram undir lok þess árs. Mest átti sjóðurinn af verðbréfum útgefnum af félaginu í lok nóvember 2007 eða jafnvirði 13,5 milljarða króna (9,7% af heildareignum sjóðsins). Fjárfesting Sjóðs 1 í Baugi náði hámarki í maí 2008 en þá átti sjóðurinn bréf að andvirði 3,3 milljarða króna (6,6% af heildareignum sjóðsins). Í lok september 2008 átti Sjóður 9 Baugsbréf fyrir 12,5 milljarða (12,9% af heildareignum sjóðsins), Sjóður 1 fyrir 1,8 milljarða (4% af heildareignum sjóðsins) og Sjóður 11 fyrir 238 milljónir króna (3,4% af heildareignum sjóðsins).
Dæmi eru um að sjóðir innan Glitnis sjóða hafi átt viðskipti sín á milli með óskráð og illseljanleg verðbréf. Eitt athyglisvert dæmi um viðskipti þar sem Baugsbréf koma við sögu er frá lokum desembermánaðar 2007. Hinn 28. desember 2007 seldi Sjóður 9 víxlaútgáfuna BAUG 08 0329 í heild sinni til fagfjárfestasjóðsins GLB FX, 820 nafnverðseiningar, alls að nafnvirði 4,1 ma. kr. Sjóðurinn keypti svo aftur stærsta hluta útgáfunnar eftir áramótin, fyrst 620 einingar 7. janúar og svo 180 einingar 9. janúar 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni sjóðum var ástæða sölunnar í desember 2007 að útstreymi hefði verið úr sjóðnum í mánuðinum. Sjóðstjóri hefði því ákveðið að auka seljanleika en um leið að lengja líftíma eignasafnsins og draga úr fyrirtækjaáhættu með því að fjölga útgefendum í sjóðnum. Í framhaldinu hefðu verið fest kaup á víxlum og skuldabréfum útgefnum af Icelandair (IAIR 09 0123), Straumi (STRB 08 0701), Landsbanka (LAIS 98 3) og Glitni banka (GLB 08 0728). Ástæða þess að Baugsvíxlarnir voru keyptir til baka í janúar 2008 hefði verið sú að Sjóður 9 hefði byrjað að vaxa að nýju (það athugast að aðeins 2½ viðskiptadagur var á milli sölunnar og fyrstu endurkaupanna). Í útskýringum sjóðstjóra til rannsóknarnefndarinnar kom jafnframt fram að á þessum tíma hefði verið umframeftirspurn eftir fyrirtækjavíxlum. Þar sem sveiflur hefðu gert vart við sig í inn- og útstreymi í desember 2007 og byrjun janúar 2008 hefði sjóðstjóri ákveðið að taka tilboði í umræddan fyrirtækjavíxil til þess að ná fram hámarksávöxtun með tilliti til áhættu. Þegar framangreindur víxill kom á gjalddaga 29. mars 2008 var skuld samkvæmt honum framlengd með kaupum á þremur nýjum víxlaútgáfum, þ.e. 1 ma. kr. í BAUG 07 7; 1,8 ma. kr. í BAUG 08 0910 og 1,3 ma. kr. í BAUG 09 0310 A, alls um 4,2 milljarðar króna. Alls voru Baugsbréf í eigu sjóðsins að verðmæti 4,5 milljarðar króna á gjalddaga í mánuðinum en sjóðurinn endurfjárfesti um 4,2 ma. kr. af þeirri upphæð. Fjárfest var fyrir mismuninn í Sjóði 1 og ríflega það því sjóðurinn fjárfesti fyrir 636 milljónir í BAUG 08 0910. Í apríl 2008 gerði Sjóður 1 gott betur og lánaði Baugi 1 milljarð króna til viðbótar með kaupum á BAUG 07 7.
Ofangreind viðskipti eru sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að á tímabilinu sem skoðað var voru vísbendingar um að Baugur hefði þegar átt í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarnefndin aflaði hafði Baugur ekki staðið skil á greiðslu á víxli (BAUG 08 0319) í eigu Peningamarkaðssjóðs Kaupþings á gjalddaga 19. mars 2008. Viðkomandi skuld var sett í innheimtu skömmu síðar. Sjóður 9 átti einnig um 1 milljarð króna í sömu útgáfu en ekki reyndi á greiðslugetu Baugs í því tilfelli því skuldinni var einfaldlega velt áfram með kaupum á nýrri víxlaútgáfu. Því má spyrja hversu vel Glitnir sjóðir hafi raunverulega kynnt sér lausafjárstöðu og greiðslugetu Baugs almennt þegar ákveðið var að framlengja 4,2 milljarða króna skuld félagsins við Sjóð 9 á gjalddaga í mars 2008. Að auki jukust heildarskuldir Baugs við Sjóð 1 um 1 milljarð króna í mánuðinum sem þá fór í hönd.
Hinn 9. júlí 2008 náðu hins vegar fréttir um slæma stöðu Baugs eyrum Glitnis sjóða þegar Baugur stóð ekki skil á greiðslu á víxli (BAUG 08 0709).Að sögn sjóðstjóra hjá Glitni sjóðum var þetta fyrsta vísbendingin sem rekstrarfélagið fékk um slæma stöðu Baugs. Að sögn sjóðstjórans hafði miðlari hjá Kaupþingi, sem upphaflega sá um útgáfu og sölu víxilsins, samband nokkru fyrir gjalddaga hans með tilboð um að sjóðurinn endurfjárfesti fyrir sömu upphæð. Sjóðstjórinn hafnaði því tilboði. Þrátt fyrir það fékk sjóðurinn ekki greiddan fyrrgreindan víxil á gjalddaga. Þegar grennslast var fyrir um greiðsluna hjá miðlara Kaupþings fengust þau svör að samkvæmt upplýsingum frá Baugi hygðist sjóðurinn endurfjárfesta andvirði víxilsins í nýjum víxlum. Því hafi ekki þótt ástæða til að ganga frá uppgjöri á víxlinum til Glitnis sjóða. Sjóðstjórinn sagðist ekki hafa viljað una því og hefði óskað eftir því við Kaupþing að þeirri greiðslu sem Baugur hafði greitt öðrum handhöfum sömu víxlaútgáfu yrði skipt hlutfallslega jafnt á alla eigendur víxilsins en úr því varð ekki.
Í framhaldinu var haft samband við Baug og óskað eftir skýringum og upplýsingum um það hvenær víxillinn fengist greiddur. Sjóðstjóri mun hafa gert Baugi grein fyrir því að til stæði að gjaldfella víxilinn. Síðar í mánuðinum óskaði aðstoðarforstjóri Baugs eftir fundi með sjóðstjóra Sjóðs 9 og framkvæmdastjóra Glitnis sjóða til að fara yfir stöðu Baugs. Farið var yfir upplýsingar og kynningu þar sem eiginfjárstaða félagsins var sögð ennþá sterk og að unnið væri að sölu eigna. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að framlengja víxilinn í stuttan tíma gegn allsherjarveði til að tryggja betur möguleika á endanlegum endurheimtum allra skuldabréfa í eigu sjóðsins sem Baugur hafði gefið út. Umrætt veð reyndist vera allsherjarveð á 3. og 4. veðrétti í hlutum Baugs Group í einkahlutafélaginu BG Holding ehf. en veðskjöl eru dagsett og undirrituð 27. ágúst 2008. Það er því ljóst að tryggingarréttindi þau sem felast í veðinu eru í besta falli óljós enda stendur veðið aftarlega í kröfuröðinni, veðandlagið er hlutafé í eignarhaldsfélagi, en eignir þess voru þegar veðsettar Landsbankanum og Landsvaki, rekstrarfélag sjóða Landsbankans, var með fyrsta veðrétt í sjálfu eignarhaldsfélaginu. Þrátt fyrir að með vanskilum útgefanda verðbréfanna sem hér um ræðir væru fram komnar alvarlegar vísbendingar um aukna skuldaraáhættu, var skráð virði bréfanna í sjóðnum ekki fært niður í samræmi við líklegt markaðsverð í ljósi fram kominna upplýsinga.
Í september 2008 fjárfesti Sjóður 9 áfram í víxlum útgefnum af Baugi þrátt fyrir að félagið hefði skömmu áður ekki getað staðið í skilum með skuldbindingar sínar við sjóðinn. Í lok ágúst 2008 var skráð markaðsvirði Baugsbréfa í sjóðnum 11,5 milljarðar króna. Í lok septembermánaðar hafði staða sjóðsins í Baugsbréfum aukist um rúman milljarð króna í 12,5 milljarða (alls um 12% af heildarverðmæti sjóðsins eða 18% fyrir utan innlán). Því var ekki aðeins um að ræða framlengingu á ógreiddum víxlum útgefnum af Baugi heldur jókst heildarfjárfesting sjóðsins um rúman milljarð króna milli mánaða. Sjóðstjóri sjóðsins kvað þetta skýrast af því að Baugur hefði verið í endurteknum vanskilum.Við það hefðu safnast upp dráttarvextir sem bætt var við höfuðstól nýrra víxlaútgáfa auk þess sem ávöxtunarkrafan var hækkuð. Skráð virði bréfanna í sjóðnum tók hins vegar ekki mið af því að raunverulegt markaðsvirði þeirra væri mögulega mun lægra ef sjóðurinn neyddist til að selja bréfin á markaði."
Afritað úr 4. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis sem aðgengileg er almenningi á http://althingi.is
JKG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2010 | 01:24
Úr 4. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2010 | 00:23
Áhættufíkn (moral hazard)
Sterkir seðlabankar voru svar stjórnvalda við afleiðingum alheimskreppunnar í lok fjórða áratugs síðustu aldar. Hlutverk þeirra var að grípa inn í og vera lánveitendum til þrautavara.
Sú staðreynd að ríkisvaldið neyðist til að bjarga bönkum er þekkt í umræðu um fjármálakerfið og hlutverk seðlabanka. Hún skapar það sem kallað hefur verið freistnivanda (moral hazard) fyrir stjórnendur. Það er að þeir taka meiri áhættu en annars þar sem viðkomandi gerir ráð fyrir að einhver annar muni bera kostnaðinn ef illa fer.
Öryggisnetið getur þá virkað þannig að stjórnendur og eigendur , sem njóta hagnaðarins þegar vel gengur, telja sig vita að þeir verði gripnir í fallinu og áhættunni af starfseminni varpað yfir á aðra - þá sem ekki hafa stofnað til ábyrgðarinnar, þ.e. almenning í viðkomandi landi. (8. bls. 12)
Íslensk fjármálafyrirtæki nutu þess þegar vel gekk að Seðlabanki og ríkið höfðu heitið því að standa við bakið á þeim en afleiðingarnar af áhættusækni þeirra áttu síðar eftir að lenda á ríkisvaldinu og þar með íslenskum almenningi.
Þetta gengur þvert gegn þeirri meginkenningu um markaðinn að þar séu einstaklingar ábyrgir fyrir gjörðum sínum þar sem þeir séu að taka áhættu með eigin fjármuni en ekki annarra. Reynslan sýnir þvert á móti að rofni tengslin á milli ábyrgðar og áhættu þá fer áhættusæknin úr böndunum. (sbr. bls. 12)
Fjármálakreppur og gjaldþrot banka eru langt frá því að vera ný af nálinni heldur hafa þau verið fylgifiskur vestræns fjármálakerfis frá upphafi. Lærdómurinn sem má draga af þeim er nánast á einn veg: Ef reglur um heilbrigða starfshætti eru ekki virtar er voðinn vís! Því er ástæða til að undirstrika að það þarf að setja viðskiptalífinu lög og starfsreglur líkt og öðrum atvinnugreinum.
Slík lög eru ekki sett til þess að leggja stein í götu athafnamanna heldur til að tryggja heilbrigða starfshætti og koma í veg fyrir að stjórnendur falli í þá freistni sem óábyrg áhættusækni getur leitt þá í. (sbr. bls. 13) Að ekki sé talað um að forða almenningi frá því að sitja uppi með afleiðingarnar af óábyrgri hegðun áhættufíkilsins.
RS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 21:03
Úr 3. bindi RNA
Í 3. bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis stendur að rannsóknir sýni að hagsæld í einstökum ríkjum sé háð því hvernig staðið er að fjármálafyrirtækjum, sérstaklega bönkum. Þar hafa þýðingu atriði eins og eignarhald, eftirlit með bönkum, samkeppni þeirra á milli, eftirlit sem bankar veita lántökum sínum, kerfislegt mikilvægi og traust samfélagsins á þeim" (bls. 49).
1. Síðasttalda atriðið traust er athyglisvert núna þegar búið er að endurreisa bankakerfið og færa stóran hluta þess í hendur hópa sem eru kallaðir erlendir kröfuhafar". Er rétt að treysta nafnlausu og andlitslausu fólki
2. Endurreisn bankakerfisins er ógagnsæ og fór að miklu leyti fram fyrir luktum dyrum. Þess háttar vinnubrögð eru ekki til þess fallin að skapa traust.
3. Hvað gengur stjórnvaldi til að endurreisa bankakerfið á þann hátt að viðskiptavinirnir geta ekki treyst fjármálakerfinu sem hefur bein áhrif á hagsæld í landinu, skv. ofanritaðri tilvitnun í RNA?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2010 | 20:27
Fjármálaeftirlitið - eitt af eftirlitunum sem brást.
Fjármálaeftirlitið á að hafa eftirlit með einstökum fjármálastofnunum. Hlutverk þess er að fylgjast með því að starsemi eftirlitsskyldra aðila sé í samræmi við lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti.
Það kemur víða fram að Fjármálaeftirlitið var of fámenn stofnun og hafði ekki yfir nægri sérþekkingu að búa til að takast á við þetta yfirvaxna verkefni krosstengsla og siðferðislausra viðskiptahátta þar sem reynt var eftir fremsta megni að sniðganga lög og reglur. Bankarnir tóku slaginn við Fjármálaeftirlitið frekar en að sýna ábyrgð í starfsháttum.
Annað sem kemur fram í 8. bindi og varðar Fjármálaeftirlitið er t.d. afstaða forstjóra þess, Jónasar Fr. Jónssonar, að líta á fjármálafyrirtækin sem samherja í baráttunni gegn slæmum viðskiptaháttum. Hann lýsir því beinlínis yfir að hann hafi haft trú á því að starfshættir bankanna væru heiðarlegir. Þrátt fyrir að ítrekað hafi komið fram í vettvangsathugunum starfsfólks Fjármálaeftirlitsins, að lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Þrátt fyrir það beitti Fjármálaeftirlitið ekki þeim lagalegu úrræðum sem það hafði yfir að ráða.
Strax í lok árs 2005 og byrjun 2006 voru gagnrýnisraddir á íslensku bankanna orðnar háværar erlendis. Ef vel hefði verið átti að grípa inní atburðarrásina strax á þessum tíma. En Íslensk stjórnvöld vildu halda vörð um fjármálafyrirtækin sem greiddu 1/3 af sköttum fyrirtækja landsins árið 2007. Og í stað þess að draga saman voru seglin þanin.
Ljóst er að reglum Fjármálaeftirlitsins um eignarhluti í öðrum félögum og áhætta sem skapaðis af krosseignartengslum var illa eða ekki fylgt eftir. Annað mjög afdrifaríkt dæmi um skort á harðfylgi Fjármálaeftirlitsins er að ekki var stíft farið eftir reglunni um að "áhætta vegna eins eða fleiri innbyrgðis tengdra viðskiptamanna megi ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis". Ákvæði af þessu tagi eru einmitt sett fram til að gæta ríkra almannahagsmuna sem er frumskylda opinberra eftirlitsstofnana.
Það kemur ekki á óvart að fjármálastofnanirnar hafi ávalt virst uppfylla skilirði um settar reglur og áhættuprófanir. Ef forstjóri Fjármálaeftirlitsins var þeirrar skoðunnar að innan fjármálastofnunanna færu fram heiðarleg viðskipti passar það alveg við þá skoðun skrifstofustjóra viðskiptaráðuneytisins að Fjármálaeftirlitið hafi fyrst og fremst byggt niðurstöður sínar á gögnum frá bönkunum sjálfum. Í trausti þess að þær upplýsingar væru réttar.
Allt fram á síðustu stundu voru t.d. peningamarkaðssjóðir auglýstir af bönkunum sem örugg fjárfesting. Bankarnir þurfti sparifé almennings. En eignasamsetning sjóðanna breyttist. Skuldabréf fyrirtækja í gjörgæslu voru færð inn í sjóðina og ríkisskuldabréf seld. Grunsemdir hafa vaknað um að t.d. Landsbankinn hafi kerfisbundið notað sjóðina til að takmarka stórar áhættuskuldbindingar gagnvart einstökum skuldurum bankans. Eins tóku flest fjármálafyrirtækin yfir erlenda fjármögnun á hlutabréfum stærstu eigenda sinna í lok árs 2007 og í ársbyrjun 2008.
Eftir sem áður fá allir stóru bankarnir staðfestingu þess frá Fjármálaeftirlitinu í janúar 2008 að allt sé í stakasta lagi og í ársreikningum fyrir 2007 og jafnvel árshlutareikningum fyrir hrun 2008 standast þeir allir áhættupróf.
Rannsóknarnefnd Alþingis spurði forstjóra Fjármálaeftirlitsins hvort hann hefði haft kunningjatengsl við suma bankastjóra stóru bankanna. Jú, Jónas, Bjarni Ármannsson og Sigurjón Þ. Árnason voru saman í háskóla og í "sömu stúdentapólitík"
Þó forstjóri FME telji þetta ekki hafa veikt hann í starfi getur það vart hafa skapað þá fjarlægð sem nauðsynleg er eftirlitsstofnunum fjármálafyrirtækja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Rannsóknarskýrslan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
13.7 Ályktanir rannsóknarnefndar Alþingis
"Allir stóru bankarnir þrír tóku að verja eiginfjárhlutfall sitt gagnvart gengisbreytingum íslensku krónunnar í auknum mæli síðustu tvö árin fyrir hrun bankanna, enda var æ stærri hluti af bæði eignum og skuldum þeirra í erlendum gjaldmiðlum. Má ætla, samanber gögn sem birt eru í kafla 8.0, að erlendar eignir bankanna hafi að miklu leyti verið lánveitingar til innlendra fyrirtækja í erlendum myntum. Auknar lánveitingar til einstaklinga í erlendum myntum komu þar líka við sögu, og var breytingin í raun meiri á þeim markaði eins og fram kemur í kafla 8.0, þar sem lánveitingar í erlendum myntum til einstaklinga jukust allverulega á tímabilinu frá 2006 og fram að falli bankanna. Með þessu var í raun verið að flytja myntáhættu, sem skapaðist vegna fjármögnunar bankanna erlendis, frá þeim yfir á einstaklinga. Ef svo horfði við að þessir einstaklingar voru ekki með tekjur í erlendri mynt er hætta á að gengisáhættan hafi í raun enn verið til staðar hjá bönkunum en þá sem útlánaáhætta.
Framvirkir samningar voru einnig mikið nýttir til að auka erlenda eign bankanna umfram erlendar skuldir. Þá má helst nefna samninga við jöklabréfaútgefendur og lífeyrissjóði sem hvorir tveggja gerðu framvirka samninga sem skila áttu krónum á gjalddaga.
Það vakti athygli rannsóknarnefndarinnar að á því tæpa tveggja ára tímabili sem hér var til skoðunar var Kaupþing stór nettó kaupandi gjaldeyris á millibankamarkaði á meðan Landsbanki Íslands veitti miklu magni gjaldeyris út á markaðinn. Eins og fram kemur í kaflanum var Kaupþing ekki eingöngu að kaupa fyrir eigin reikning heldur einnig í miklum mæli fyrir hönd stærstu viðskiptavina sinna.
Frá því í nóvember 2007 og fram í janúar 2008 keyptu fimm innlend fyrirtæki, það er Exista, Kjalar, Baugur og tvö félög tengd Baugi, 1.392 milljónir evra í framvirkum samningum og stundarviðskiptum við íslensku bankana. Meirihluti þess gjaldeyris var keyptur af Kaupþingi. Þetta vekur óneitanlega athygli sérstaklega í ljósi þess að viðskiptin voru mjög umfangsmikil miðað við fyrri viðskipti flestra þessara fyrirtækja.
Sú staðreynd að afleiddur vaxtamunur á gjaldmiðlaskiptamarkaðnum fór niður í núll í mars 2008 var skýrt merki um þann verulega skort á erlendum gjaldeyri sem til staðar var hér á landi. Boðið var upp á að ávaxta evrur nánast á krónuvöxtum sem hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum átt að leiða til mikils innflæðis gjaldeyris. Þetta varð ekki. Krónan féll á hinn bóginn þegar erlendir aðilar tóku krónur sínar í auknum mæli út úr bönkunum þar sem afleiddir vextir á þeim voru orðnir þeir sömu og evruvextir. Þessum krónum var síðan skipt í evrur, sem leiddi til falls íslensku krónunnar. Seðlabanki Íslands reyndi að stemma stigu við þessari þróun með útgáfu innstæðubréfa og telja má líklegt að það hafi að einhverju leyti spornað við frekara falli krónunnar.
Lífeyrissjóðir landsins voru vel varðir fyrir hreyfingum krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það vekur athygli að þessar varnir jukust þegar krónan veiktist sem gefur til kynna að þessu hafi verið stýrt á virkan hátt í stað þess að ákveðið fast hlutfall erlendu eignarinnar hafi verið varið. Ummæli stjórnenda sjóðanna skjóta einnig stoðum undir þá ályktun. Það er því ljóst að þessir lífeyrissjóðir væntu þess að íslenska krónan ætti eftir að styrkjast. Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu allt að 90% af erlendum eignum sínum varin á árinu 2008. Það er vert að benda á að lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar og þessir varnarsamningar, hvort sem þeir voru framvirkir gjaldeyrissamningar eða gjaldmiðlaskiptasamningar, voru yfirleitt til skamms tíma.Við slíkar aðstæður myndast mótaðilaáhætta meðal annars, sem getur falið í sér að lífeyrissjóðirnir verða að innleysa samningana þegar þeir eru ekki að flytja erlendan gjaldeyri inn í landið. Þetta var í raun það sem gerðist í október 2008 en þá stóðu lífeyrissjóðirnir frammi fyrir því að þeir gætu neyðst til að gera upp gjaldmiðlaskiptasamninga á mjög óhagstæðu gengi án þess að tímabært væri að leysa inn stóra hluta erlendu eignanna.
Rannsóknarnefnd Alþingis aflaði álits erlends sérfræðings á því hvort lífeyrissjóðir ættu almennt að verja erlendar eignir sínar. Svar sérfræðingsins má sjá hér til hliðar. Það felur í sér að almennt sé ekki hægt að mæla með skammtímavörnum á langtímaeignir. Þegar litið væri til þess að íslensku lífeyrissjóðirnir væru enn að auka við eignir sínar, bæði innlendar og erlendar, benti erlendi sérfræðingurinn á að mikilvægt væri að horfa til þess hvort erlendu fjárfestingarnar væru "ódýrar" í krónum talið. Það er ef virði krónunnar eykst þá yrði erlend fjárfesting ódýr í krónum og þá ætti að auka við hana, en öfugt ef virði krónunnar minnkar. Því ætti að auka erlendar fjárfestingar þegar krónan er sterk. Sú stefna næst fram t.d. með því að hafa fast hlutfall eigna í erlendum myntum. Benti hann á að skammtímasveiflur á verðmæti eignanna skipti í raun ekki máli. Skoðanir á því hvort lífeyrissjóðir eigi að verja erlendar eignir sínar fyrir gjaldeyrissveiflum eru mismunandi, en hvað sem því líður telur rannsóknarnefnd Alþingis það umhugsunarvert að þeir þrír lífeyrissjóðir sem kannaðir voru hafi aukið varnir þegar krónan tók að veikjast sem bendir til þess að sjóðirnir, sem eiga að vera með langtímafjárfestingarmarkmið, hafi verið að vonast eftir skjótfengnum ágóða á gjaldeyrismarkaði." JKG
Þetta er afritað af vef Alþingis um rannóknarskýrslu Alþingis.
Skýrslan er öllum aðgengileg á slóðinni http://althingi.is Ég hvet alla til þess að lesa skýrsluna, og kynna sér niðurstöðuna...