Skuldavafningur og skuldabréfavafningur!

Skuldavafningur er eitt þeirra orða sem flestir Íslendingar kunnu ekki fyrr en fréttir af háttsemi ýmissa manna fór að fljóta upp á yfirborðið eftir að efnahagskerfi Íslands hrundi.

 

Skuldavafningur og skuldatrygging eru dæmi um skuldaafleiður. En hugmyndin að baki skuldaafleiðum er að skipta skuldaáhættu upp og færa til (bls. 67).

 

„Skuldatrygging felur í sér samning þar sem áhættan af tilteknu skuldabréfi flyst á milli aðila. Kaupandi skuldatryggingarinnar greiðir seljandanum ákveðið iðgjaldald, svokallað skuldatryggingarálag, og í staðinn lofar seljandi tryggingarinnar að bæta eiganda bréfsins muninn á markaðsvirði þess og nafnverði verði útgefandinn gjaldþrota eða ef annars konar alvarlegt greiðslufall verður á bréfinu eða hliðstæður atburður. Skuldatryggingarálag er sett fram sem punktar, þar sem 100 punktar jafngilda árgjaldi sem nemur 1% af nafnverði undirliggjandi skuldabréfs" (bls. 67).

 

Afbrigði af skuldavafningi kallast skuldabréfavafningur.

 

„Skuldavafningar áttu eftir að koma við sögu hjá íslensku bönkunum, ekki sem eign, heldur voru skuldabréf bankanna sett inn í þessa vafninga í miklum mæli. [...] íslensku bankarnir [sóttu] mikið fjármagn á erlenda skuldabréfamarkaði á meðan færi gafst. Einkum var útgáfa skuldabréfa mikil á árunum 2004-2006, eða fram að svokallaðri „minikrísu". Áframhaldandi fjármögnun á erlendum skuldabréfamörkuðum tengdist svo fyrrnefndum skuldavafningum, þar sem skuldabréf íslensku bankanna voru sett inn í skuldavafninga í Bandaríkjunum" (bls. 196).

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eru skuldavafningar ekki ein af aðalorsökum hrunsins?  Bandarísk undirmálslán vort sett í skuldavafninga sem voru seldir til útlanda.  Þegar veð voru ekki góð fyrir þessum skuldavafningum fór allt í skrall? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Rannsóknarskýrslan

Höfundur

Rannsóknarskýrslan
Rannsóknarskýrslan
Leshópur Rannsóknarskýrslu Alþingis. Markmið hópsins er að lesa saman skýrsluna, ræða efni hennar saman og á opinberum vettvangi og miðla henni og þeim lærdóm sem draga má af henni til almennings.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ogforsetahj
  • ...urogutrasin
  • ...dsbanka2007
  • ...rgolfurgumm
  • ...golfur-geir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 520

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband